1 / 15

Íslenska tvö Kafli 3, bls. 172-185

Íslenska tvö Kafli 3, bls. 172-185. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Orðaforði og málstefna. Frá upphafi landnáms á Íslandi má heita að allur orðaforðinn hafi verið norrænn . Aðeins örfá keltnesk tökuorð

morey
Télécharger la présentation

Íslenska tvö Kafli 3, bls. 172-185

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenska tvöKafli 3, bls. 172-185 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Orðaforði og málstefna • Frá upphafi landnáms á Íslandi má heita að allur orðaforðinn hafi verið norrænn. • Aðeins örfá keltnesk tökuorð • Fljótlega eftir landnámsöld fór þó að bera á erlendum áhrifum á íslenskan orðaforða: • Í kjölfar kristnitöku árið 1000. • Með þýddum riddarasögum á 13. og 14. öld. • Með þýskum og enskum verslunaráhrifum á 15. og 16. öld. • Með siðaskiptum 1550. • Með áhrifum danskrar yfirstjórnar í kjölfar siðaskipta fram á 19. öld. • Með enskum og bandarískum áhrifum á 20. og 21. öld.

  3. Orðaforði og málstefna • Áhrif kristnitöku á orðaforðann • Nýyrði tengd kristnitöku: • kennimaður, aftansöngur, dymbilvika • Tökuorð tengd kristnitöku: • prestur, kirkja, djöfull, biskup, altari, engill, djákni, synd • Tökuþýðingar tengdar kristnitöku: • samkunda (lat. convivium), hátíð (þýs. Hochit) • Sjá brot úr Íslenskri Hómilíubók á bls. 172.

  4. Orðaforði og málstefna • Tökuorð vegna ferðalaga Íslendinga um heiminn: • sápa, sokkur, krydd, fíll • Nýyrði í kjölfar þýddra riddarasagna: • germönsk orð: • jungfrú, knapi, frú • fornfrönsk orð: • Kurteisi • Sjá brot úr Möttuls sögu á bls. 173-174 í kennslubók.

  5. Orðaforði og málstefna • Áhrif bókaútgáfu á orðaforðann • Skömmu fyrir siðaskipti var byrjað að prenta bækur á Íslandi. • Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn á Hólum, flutti prentsmiðju til landsins um 1530 og lét prenta þar nokkrar bækur. • Guðbrandur Þorláksson keypti svo prentsmiðjuna eftir siðaskipti og hóf bókaútgáfu í þágu kirkjunnar. • Árið 1540 var Nýja testamentið í þýðingu Odds Gottskálkssonar prentað í Hróarskeldu í Danmörku. • Sjá brot úr þýðingunni á bls. 175 í kennslubók. • Árið 1584 gaf Guðbrandur Þorláksson biskup Biblíuna út í heild sinni á Íslensku. • Þar með var orðið til íslenskt kirkjumál. • Þetta hafði mikil áhrif á vöxt og viðgang tungunnar.

  6. Orðaforði og málstefna • Siðaskipti og málhreinsun • Segja má að saga málhreinsunar á Íslandi hefjist skömmu eftir siðaskiptin 1550. • Þá eru hugmyndir hreintungustefnunnar fyrst settar fram. • Siðaskiptunum fylgdi mikil bókaútgáfa. • Bækurnar áttu að breiða út hinn nýja sið og styrkja hann í sessi. • Málfar bókanna, bæði þýddra og frumsaminna, var undir miklum erlendum áhrifum. • Siðaskiptunum fylgdi Því flóðbylgja tökuorða.

  7. Orðaforði og málstefna • Siðaskipti og málhreinsun, frh. • Guðbrandur Þorláksson (1541-1627) Hólabiskup var mikill málvöndunarmaður. • Hann stóð fyrir öflugri útgáfu kristilegra rita. • Hann stóð fyrir fyrstu heildarþýðingu Biblíunnar á Íslandi. • Guðbrandsbiblía kom út 1584. • Guðbrandur gaf einnig út sálma- og vísnabækur. • Þar samræmdi hann kröfur sem áður höfðu farið illa saman: • að kristindómurinn væri kórréttur • að málfar væri fallegt og vandað

  8. Orðaforði og málstefna • Siðaskipti og málhreinsun, frh. • Fyrsti málhreinsunarmaðurinn er þó oft talinn Arngrímur Jónsson lærði (1568-1648). • Hann var náinn samverkamaður Guðbrands. • Hann taldi íslenskuna hafa sérstöðu þótt hún væri mjög svipuð því tungumáli sem talað var annars staðar á Norðurlöndum. • Forn handrit hefðu varðveitt tunguna og glæsilegan stíl og landsmenn hefðu haft svo lítil samskipti við erlendar þjóðir að íslenskan væri hreinna mál en önnur tungumál. • Arngrímur óskaði þess að Íslendingar „öpuðu ekki eftir Dönum og Þjóðverjum í ræðu og riti heldur leituðu sér fyrirmynda í auðlegð og snilld móðurmálsins og beittu til þess vitsmunum og lærdómi.“ • Þekktasta rit Arngríms er Crymogæa (þýðir Ísland á grísku), fræðirit sem rekur sögu þjóðarinnar frá landnámi fram á 16. öld. • Sjá brot úr ritinu á bls. 177

  9. Orðaforði og málstefna • Dönsk áhrif • Þrátt fyrir varnaðarorð Arngríms fóru dönsk áhrif á íslensku vaxandi. • Á fyrstu tveimur öldunum eftir siðaskipti voru hugmyndir um málhreinsun og málvernd ekki áberandi. • Mál embættismanna, iðnaðarmanna, verslunarmanna, embættismanna og lærðra manna var orðið svo dönskuskotið á 19. öld að jafnvel var hægt að tala um e.k. blendingsmál íslensku og dönsku. • Á 18. öld urðu hugmyndir um málvernd og málhreinsun aftur áberandi í kjölfar upplýsingastefnunnar. • Eggert Ólafsson skáld og upplýsingarfrömuður (1726-68) • Lærdómslistafélagið stofnað 1779. • Í byrjun 19. aldar voru þó skiptar skoðanir um hvort rétt væri að viðhalda íslenskunni.

  10. Orðaforði og málstefna • Málhreinsun á 19. öld • Málverndunarsinnar töldu ástandið í málfarslegum efnum vera orðið mjög slæmt í upphafi 19. aldar. • Sjá umfjöllun Rasmusar Kristians Rasks frá 1813 á bls. 179. • Fjölnismenn voru miklir málhreinsunarmenn um miðja 19. öld. • Jónas Hallgrímsson • Konráð Gíslason • Brynjólfur Pétursson • Tómas Sæmundsson • Hugmyndir þeirra um stafsetningu og málfar vöktu athygli og þeir höfðu mikil áhrif í málfarslegum efnum.

  11. Orðaforði og málstefna • Málstefna og málrækt á 20. öld • Töluvert var um dönskuslettur í íslensku fram eftir 20. öld. • Lesið brot úr grein eftir Guðmund Finnbogason sem birtist í tímaritinu Skírni árið 1928. • Þær hurfu þó flestar á seinni hluta aldarinnar þegar áhrif enskunnar jukust. • Á síðustu áratugum hafa mörg ensk orð skotið rótum um lengri eða skemmri tíma í íslensku máli. • Tölvumál: dánlóda, seiva, gúggla.... • heiti á efnum og fatnaði: nælon, flís, leggings... • heiti á snyrtivörum: sjampó, maskari, gloss...

  12. Orðaforði og málstefna • Málstefna og málrækt á 20. öld, frh. • Önnur tegund erlendra orða, mest enskra, í málinu eru svonefnd slanguryrði eða slettur. • Flest slík orð lifa meðal tiltekinna hópa og eru háð miklum tískusveiflum. • Dæmi: nörd, frík, kríp... • Af öðrum toga eru erlend orð sem eru ekki viðurkennd sem hluti orðaforðans og lagast ekki að hljóð- og beygingarkerfi íslenskunnar. • Dæmi: Ég var ekki overimpressed af þessari bíómynd. • Sjá dæmi úr nýlegri skáldsögu á bls. 181-182.

  13. Orðaforði og málstefna • Málstefna og málrækt á 20. öld, frh. • Ríkjandi málstefna 20. aldar var mjög í anda þeirrar nítjándu: • Að hreinsa og varðveita íslenskuna með því að berjast gegn erlendum áhrifum, ekki síst með því að smíða íslensk orð yfir nýjungar á öllum sviðum. • Íslenska hefur talsverða sérstöðu varðandi nýyrðasmíð. • Frændþjóðirnar eru ekki eins kappsamar á því sviði. • Rétt fyrir miðja 19. öld rannsakaði Björn Guðfinnsson (1905-1950) framburðareinkenni 10.000 Íslendinga um allt land. • Í framhaldi af rannsóknum sínum setti hann fram hugmyndir um samræmdan opinberan framburð íslenskunnar. • Þar átti að varðveita svæðisbundin einkenni alls staðar af landinu, en aðeins þau einkenni sem falleg þóttu.

  14. Orðaforði og málstefna • Málstefna og málrækt á 20. öld, frh. • Ekki eru allir sammála um ágæti ríkjandi málstefnu á Íslandi. • Er rétt að beita mikilli hörku til að forðast málbreytingar? • Er ekki eðli lifandi tungumála að breytast? • Getur of ströng málstefna orðið til þess að skapa stéttamun í máli? • Óhætt mun þó að fullyrða að hin opinbera málstefna hefur notið almenns stuðnings landsmanna. • Almenningur, kennarar og fjölmiðlar hafa tekið höndum saman við málverndun og málrækt: • flámæli útrýmt • „röngum“ beygingum á borð við læknirar útrýmt. • reynt að sporna gegn þágufallssýki og nýju þolmyndinni

  15. Orðaforði og málstefna • Málstefna og málrækt á 20. öld, frh. • Opinber afskipti af málnotkun má t.d. sjá í reglugerðum og námskrám. • Íslensk málnefnd var stofnuð 1964. • Íslensk málstöð veitir fyrirtækjum og einstaklingum ráð í málfarslegum efnum. • Ríkisútvarpið fylgir ákveðinni stefnu varðandi málfar og í útvarpi og sjónvarpi starfar málfarsráðunautur við stefnumótun og daglega ráðgjöf. • Ýmsir starfs- og faghópar starfrækja öflugar orðanefndir sem hafa það hlutverk að smíða orð yfir nýjungar á viðkomandi sviðum.

More Related