280 likes | 985 Vues
16. Kafli: Æðakerfið. LOL 203 Guðrún Narfadóttir. Hlutverk blóðæða. Mynda lokað pípukerfi sem flytur blóð frá hjarta slagæðar um vefi slagæðlingar, háræðar og bláæðlingar til hjarta bláæðar Sjá um skipti á efni milli blóðs og vefja
E N D
16. Kafli: Æðakerfið LOL 203 Guðrún Narfadóttir
Hlutverk blóðæða • Mynda lokað pípukerfi sem flytur blóð • frá hjarta • slagæðar • um vefi • slagæðlingar, háræðar og bláæðlingar • til hjarta • bláæðar • Sjá um skipti á efni milli blóðs og vefja • Næringarefni og O2 flæða úr háræðum um millifrumuvökva og inn í líkamsfrumur • Úrgangsefni og CO2 flæða frá vefjum um millifrumuvökva og inn í háræðar
Slagæðar og slagæðlingar • Slagæðar (arteriae) flytja alltaf blóð frá hjarta • Þrjú lög mynda slagæðar: • Innhjúpur (tunica intima) • úr einfaldri flöguþekju auk grunnhimna • Miðhjúpur (tunica media) • úr vöðvalagi og teygjanlegum bandvef (þykkasti hjúpurinn) • Úthjúpur (tunica externa/atventitia) • úr bandvef • Slagæðlingar (arteriolae) • Eru grennri en slagæðar • Miðla blóði til háræða • Hafa mikil áhrif á blóðþrýsting
Háræðar (capillariae) • Smásæjar æðar úr einfaldri flöguþekju og grunnhimnu • Sjá um skipti á efni milli blóðs og vefja • Þrengivöðvar slagæðlinga (precapillary sphincters) stjórna blóðflæði til háræða • Skipti á efni milli blóðs og vefja: • Flæði (diffusion) þar sem efni fara úr meiri styrk í minni • Síun (filtration) á vökva út úr háræðum slagæðamegin vegna vökvaþrýstings • Osmótískur þrýstingur blóðsins dregur vökva úr vefjum og aftur inn á blóðrásina bláæðamegin (reabsorbtion)
Bláæðar og bláæðlingar • Bláæðlingar (venulae) myndast við sameiningu háræða • Flytja blóð til bláæða • Bláæðar (venae): • Flytja blóð til hjarta • Eru úr þrem lögum eins og slagæðar • Miðlagið er þunnt, en ysta lagið er þykkast • Æðalokur úr innhjúp hindra bakflæði blóðsins • Lokugallar geta valdið æðahnútum
Bláæðaaðfall (venous return) • Bláæðaaðfall það blóðmagn sem bláæðar skila til hjartans • Í bláæðum er þrýstingur lágur • Þættir sem drífa blóðið úr bláæðum til hjarta: 1. Dælustarfsemi hjartans 2. Vöðvapumpan • Samdráttur í beinagrindarvöðvum þrýstir á bláæðar 3. Öndunarhreyfingar • Við innöndun fellur þrýstingur í brjóstholi, en við það eykst bláæðaaðfall
Blóðþrýstingur (BÞ) • Samdráttur í sleglum hjartans veldur blóðþrýstingi • Þrýstingurinn (mældur í millimetrum kvikasilfurs) er hæstur í ósæð og stærri slagæðum en fellur með aukinni fjarlægð frá vinstri slegli: • Ósæð: 120 mmHg í systolu og 80 mmHg í diastolu • Háræðar: 35 mmHg (enginn munur á systolu og diastolu) • Bláæðar: 5-10 mmHg • Hægri gátt: 0 mmHg • Blóð flæðir alltaf undan þrýstingsfallanda
Þættir sem ákvarða blóðþrýsting • Blóðmagn • Því meira blóðmagn, því hærri þrýstingur (og öfugt) • Útfall hjarta (ÚH) • Því meira blóð frá hjarta á mín. því hærri þrýstingur • Viðnám í æðum (R) • Því meira viðnám, því hærri þrýstingur BÞ = ÚH x R
Viðnám í æðum • Viðnám í æðum skapast vegna núnings milli blóðs og æðaveggja • Þættir sem hafa áhrif á viðnám í æðum • Seigja (þykkt) blóðsins • Aukin seigja eykur viðnám • Þvermál æða • Því þrengri æð, því meira viðnám • Heildarlengd æða • Viðnám eykst með aukinni heildarlengd æða
Stjórnun blóðþrýstings • Blóðþrýstingi og blóðflæði er stjórnað með afturvirkum hætti af taugum og innkirtlum. Auk þess hafa staðbundnir þættir áhrif • Hjarta- og æðastillistöð sem er staðsett í medulla oblongata hefur áhrif á: • Hjartsláttartíðni • Slagmagn hjartans • Þvermál æða
Aðlæg taugaboð til hjarta- og æðastillistöðvar • Frá æðri stöðvum heilans • T.d.aukin streita aukin tíðni boða • Frá líkamsstöðunemum í liðamótum og vöðvum • aukin hreyfing aukin tíðni boða • Frá þrýstinemum (barorecetors) í ósæð og innri hálsslagæð • hærri BÞ aukin tíðni boða • Frá efnanemum (chemorecetors) í ósæð og hálsslagæð • lækkað O2, hækkað CO2 og lækkað pH aukin tíðni boða
Frálæg taugaboð frá hjarta- og æðastillistöð • Til hjarta • Sympatískar taugar auka tíðni og slagkraft hjartans hækkun á BÞ • Parasympatískar taugar draga úr hjartsláttartíðni lækkun á BÞ • Til æða • Sympatískar taugar draga saman æðar (vasoconstrictio) hækkun á BÞ
Hormónastjórnun blóðþrýstings • Renín- angíótensín- aldósterón kerfið • Þegar BÞ lækkar, losnar renín frá nýrum Renín og angiotensin virkja hormónið angiotensin II Angiotensín II hækkar BÞ með því að • Draga saman æðar • Örva myndun á aldosteróni sem eykur endurupptöku á natríum í nýrum • Adrenalín og noradrenalín frá nýrnahettumerg • Sympatískar taugar auka losun. Hormónin hækka BÞ með því að auka útfall hjarta og draga saman æðar • ADH (vasopressin) frá afturhluta heiladinguls • Hækkar BÞ með því að auka blóðmagn og draga saman æðar • Atrial natriuretic peptide (ANP) • Lækkar BÞ með því að víkka æðar og auka losun vatns og salts
Staðbundin stjórnun á blóðflæði • Staðbundnir þættir í vef (kemískir eða fýsískir) geta valdið breytingu á blóðflæði til vefjarins, án þess að boð frá stjórnstöð komi til: • Í vinnandi vefjum er mikill bruni sem leiðir til: 1. Aukins styrks CO2 2. Falls í pH gildi (vefurinn súrnar) 3. Aukins hita • Ofangreindir þættir valda æðavíkkun (vasodilation) og þar með auknu blóðflæði til vefjarins • Frumur geta auk þess losað efni sem ýmist valda æðavíkkun eða æðasamdrætti
Blóðþrýstingsmælingar • Slagæðar þenjast út og skreppa saman í takt við hjartsláttinn • Þetta kallast púls • Púls þreifast þar sem slagæðar liggja nálægt yfirborði • Eðlilegur hvíldarpúls er um 75 slög/mín • Blóðþrýstingur er þrýstingur sem blóðið veldur á slagæðaveggi þegar ventriculus sin. er í systolu / diastolu • Eðlilegur hvíldarblóðþrýstingur er 120/80 mmHg
Hringrásir blóðsins • Blóðið fer eftir 2 hringrásum: • Meginhringrás (systemic circulation) • Lungnahringrás (pulmonary circulation)
Meginhringrás • Flytur súrefnisríkt blóð frá ventriculus sin. til allra líkamshluta og súrefnissnautt blóð til baka til atrium dxt. • Aorta flytur súrefnisríkt blóð frá ventriculus sin. • frá aorta greinast allar slagæðar meginhringrásar • Þrjár bláæðar taka við súrefnissnauðu blóði meginhringrásar og flytja það til atrium dxt.: • Vena cava superior (tekur við blóði ofan þindar) • Vena cava inferior (tekur við blóði neðan þindar) • Sinus coronarius (tekur við blóði frá hjartavöðvanum)
Aorta (ósæð) • Stærsta slagæð líkamans • Skiptist í fjóra hluta 1. aorta ascendens (rismeginæð) 2. arcus aorta (ósæðarboga) 3. aorta thoracicae (brjóstmeginæð) 4. aorta abdominalis (kviðmeginæð) 3. + 4. = aorta descendens (fallmeginæð)
3 slagæðar greinast frá arcus aorta • Truncus brachiocephalicus sem klofnar í • arteria subclavia dxt. ( hægri handleggur) og • arteria carotis communis dxt. ( hægri hlið höfuðs og háls) • Arteria carotis communis sin. ( vinstri hlið höfuðs og háls) • Arteria subclavia sin. ( vinstri handleggur)
Greinar frá aorta descendens • Frá aorta descendens greinast æðar til allra líffæra í brjóst- og kviðarholi. • Sumar æðarnar eru paraðar, aðrar eru óparaðar • Óparaðar æðar sem koma úr aorta abdominalis • Truncus coeliacus greinist í þrjár æðar sem flytja blóð tillifrar, vélinda, milta, briskirtils og maga • Arteria mesenterica superior smáþarmar og hluti ristils • Arteria mesenterica inferior hluti ristils og endaþarmur
Slagæðar til útlima • Efri útlimir: • Arteria subclavia • Arteria axillaris (holhaldarslagæð) • Arteria brachialis (upparmsslagæð) • Arteria ulnaris og a. radialis • Neðri útlimir: • Við L4 greinist aorta • Arteria iliaca communis • Arteria iliaca externa • Arteria femoralis • Arteria tibialis
Bláæðar • Bláæðar meginhringrásar eru ýmist djúpar eða grunnar • Djúpu æðarnar liggja samsíða slagæðum og bera sömu nöfn og þær • Grunnu æðarnar liggja undir húðinni, þær eru notaðar til lyfjagjafa og blóðtöku • Bláæðar tengjast innbyrðis og mynda flókið net
Bláæðar sem flytja blóð til atrium dxt. • Sinus coronarius (kransstokkur) • Flytur O2 snautt blóð frá hjartavöðvanum • Vena cava superior (efri holæð) • Tekur við O2 snauðu blóði frá öllum líkama ofan þindar • Vena cava inferior (neðri holæð) • Tekur við O2 snauðu blóði frá öllum líkama neðan þindar
Helstu bláæðar sem flytja blóð frá höfði • Vena jugularis externa (ytri hóstarbláæð) • Tekur við blóði frá höfði utan við höfuðkúpu • Vena jugularis interna (innri hóstarbláæð) • Tekur við blóði frá höfði innan við höfuðkúpu Ofangreindar æðar sameinast vena subclavia og myndast við það vena brachiocephalica (bláæð arms og höfuðs)
Helstu bláæðar efri útlima • Djúpar æðar: • Vena radialis og vena ulnaris • Vena brachialis • Vena axillaris • Vena subclavia • Grunnar æðar: • Vena basilica liggur ölnarlægt og vena cephalica liggur sveifarlægt. Þessar tvær æðar: • tæmast í v. axillaris • tengjast í olnbogabót með Vena intermedia cubiti, (millibláæð olnbogabótar) en sú æð er oftast notuð til blóðtöku
Helstu bláæðar sem flytja blóð frá neðri útlimum • Djúpar æðar: • Æðar frá legg tæmast í vena femoralis • Vena iliaca communis • Grunnar æðar • Vena saphena magna og vena saphena parva tæmast í vena femoralis
Lungnahringrás • Súrefnissnautt blóð fer frá ventriculus dxt. eftir truncus pulmonalis út í tvær lungnaslagæðar (arteriae pulmonales dst. et sin.) til lungna • Súrefnisríkt blóð kemur frá lungum eftir fjórum lungnabláæðum (venae pulomales) til atrium sin.
Portæðakerfi lifrar • Tvær æðar flytja blóð til lifrar • Arteria hepatica flytur lifrinni súrefnisríkt blóð • Vena porta hepatica flytur blóð frá meltingarfærum og milta til lifrar • Ein æð flytur blóð frá lifur • Vena hepatica (lifrarbláæð), sem tæmist í vena cava inferior