420 likes | 1.83k Vues
Mannslíkaminn Kafli 3.1 BLÓÐRÁSIN. Ásthildur Jónsdóttir & Margrét Gauja Magnúsdóttir. Flutningskerfi líkamans.
E N D
MannslíkaminnKafli 3.1BLÓÐRÁSIN Ásthildur Jónsdóttir & Margrét Gauja Magnúsdóttir
Flutningskerfi líkamans • Blóðrás líkamans: blóðið verður að vera í hringrás um líkamann til þess að súrefni, næringarefni og úrgangsefni flytjist til frumnanna og frá þeim. Hjartað heldur blóðrásinni gangandi. • Slagæðar: æðar sem flytja blóðið frá hjartanu kallast slagæðar. Þegar fjær dregur hjartanu greinast þær í marga milljarða mjög fínna og þunnra háræða. • Háræðarnar: eru allra grennstu æðarnar. Næringarefni og súrefni berast gegnum örþunna veggi háræðanna og yfir til frumnanna.
3.1 frh. • Bláæðar: háræðarnar sameinast í sífellt stærri æðar sem nefnast bláæðar. Þær flytja blóðið aftur til hjartans.
Blóðrásin er úr tveimur hringrásum • Hjartað er holur vöðvi með fjórum hólfum • Tveimur gáttum og tveimur hvolfum • Hægri helmingurinn skiptist í hægri gátt og hægra hvolf. Frá þessum helmingi er súrefnissnauðu blóði dælt um lungnaslagæðtil lungnanna litlu hringrásina. • Vinstri helmingurinnskiptist í vinstri gátt og vinstra hvolf. Súrefnisríkt blóð kemur inn frá lungum og því er dælt út um ósæðina til alls líkamans í stóru hringrásina.
Hjartalokur • Sérstakar lokur, sem nefnast hjartalokur, eru milli gátta og hvolfa. Þær koma í veg fyrir að blóðið renni aftur upp í gáttirnar. • Milli hvolfanna og stóru slagæðanna, sem liggja frá þeim, eru líka sérstakar lokur sem kallast slagæðalokur. Þær opnast þegar blóðinu er dælt út – en lokast þegar þau hvílast og fyllast að nýju.
- Hjartað - • Í hvíld slær hjartað um 70 sinnum á mínútu. • Þegar við reynum á okkur verður hjartslátturinn örari. • Í einu hjartslagi dælir hjartað meira en hálfum desilítraút til líkamans, sem er þá um 5 lítrar á mínútu. • Hjartað er sístarfandi vöðvi sem fær aldrei hvíld. Það þarf því mikla næringu og súrefni, sem það fær með svokölluðum kransæðum sem greinast um hjartvöðvann.
3.2 Blóðið og ónæmiskerfið • Í líkama fullorðins manns eru 4 – 6 lítrar af blóði: • rúmur helmingur er blóðvökvi (eða mestu úr vatni) • Tæpur helmingur blóðsins eru mismunandi tegundir blóðfruma: • Rauðkorn (rauð blóðkorn) • Blóðflögur • Hvítkorn (hvít blóðkorn) • Allar blóðfrumur myndast í kjarna beinanna – í rauða beinmergnum. Þær myndast af sömu upphaflegu frumunum sem kallast blóðstofn-frumur
Blóðfrumur • Rauðkornin flytja súrefni: í þeim er prótínið blóðrauði/ hemóglóbín, sem getur bundið súrefni og flutt það um líkamann. • Þá getur blóðrauðinn einnig bundist koleinoxíði, sem er hættuleg lofttegund sem finnst m.a. í útblæstri bíla og tóbaksreyk. • Blóðflögureru ein tegund blóðfrumna sem sér einkum um að láta sár gróa. Þær valda því að blóðið storknar.
Eitlar og vessaæðar • Vessinn er í vessaæðum og í honum eru mörg hvítkorn. Vessinn rennur gegnum eitlana sem innihalda óvenju mörg hvítkorn • Við hálsbólgu verða eitlarnir aumir / þrútnir sem stafar af því að hvítkornin eru að berjast gegn veirum og bakteríum.
Blóðfrumur • Hvítkornin: eru mikilvægur þáttur í ónæmis-kerfi líkamans. Þau vernda okkur gegn veirum og bakteríum. • Mismunandi tegundir hvítkorna: • Átfrumur: bregðast fyrstar við sýkingum og éta þær upp til agna. Gröftur í sári stafar af dauðum átfrumum og bakteríum sem þær hafa étið. • T-frumur og B-frumur: T-frumur sjá um að “greina” sýkingar í líkamanum og gefa þá merki til B-frumna um að gera árás. • B-frumurnar geta framleitt mikið magn af mótefnum.
Ónæmiskerfið - mótefni • Varnarfrumurnar, T- og B-frumur, mynda mikið magn mótefna við sýkingar. Þá erum við varin fyrir sömu sýkingu, eða ónæm fyrir henni • Varnarfrumurnar muna eftir sýkingunni og eru fljótar að gera smitefnið óvirkt komi sýkingin aftur upp. • Við bólusetningu nýtum við okkur minni ónæmiskerfisins og þannig mótar líkaminn mótefni gegn óvirku smitefni.
Blóðflokkar • Mikilvægt er að allir viti í hvaða blóðflokki þeir eru í þurfi þeir á blóðgjöf að halda. • Blóðgjöf af rangri gerð getur valdið lífshættulegum skaða. • Um er að ræða fjóra blóðflokka: A, B, AB og O.
3.3 Sjúkdómar í blóði og hjarta • Við greiningu sjúkdóma nota læknar hlustpípu og hjartaafrit: • Sé hlustað á hjartað í hlustpípu má heyra tvö hljóð: *þegar lokur milli gátta og hvolfa skella aftur og *þegar lokur milli hvolfa og stóru slagæða skella aftur. • Hjartaafrit gefur til kynna mynstur rafboðanna í hjartanu.
Greining sjúkdóma með blóðprófi • Blóðpróf eru notuð til að greina ýmsa sjúkdóma. Læknar geta t.d. mælt styrk blóðsykurs, blóðrauðgildi og sökk. • Allt of hár blóðsykur, er vísbending um sykursýki • Lágt blóðrauðgildi táknar blóðskort/blóðleysi/ járnskort. • Hátt sökk er vísbending um bakteríusýkingu.
Hvítblæði • Hvítblæði, krabbamein í blóði, stafar af því að sumar tegundir hvítkorna fjölga sér stjórnlaust og koma í stað eðlilegra frumna í beinmergnum. • Á Íslandi greinast u.þ.b. 25 manns á ári með hvítblæði. • Lækning: • Lyf sem eru frumueitur eru notuð til lækningar. • Sjúklingur fær nýjan beinmerg með blóðstofnfrumum sem myndar ný, heilbrigð hvítkorn.
Hár og lágur blóðþrýstingur • Of hár blóðþrýstingur (háþrýstingur) er algengur hjá fullorðnu fólki og getur valdið skemmd á æðum og hjarta. • Of lágur blóðþrýstingurgetur valdið svima og yfirliði, sem stafar af of litlu blóðflæði til heilans.
Lost - meðvitundarleysi • Missi einstaklingur mikið blóð getur það valdið losti og meðvitundarleysi. • Mikilvægt er að viðkomandi fái vökva í æð til að auka rúmmál blóðsins. • Sterk ofnæmisviðbrögð geta líka valdið losti, þar sem æðarnar víkka og blóðþrýstingur lækkar snögglega. • Viðkomandi verður að komast undir læknishendur.
Kvillar tengdir hjarta og blóði • Æðakölkun(fituhrörnun): fita og kalk hleðst á veggi æða og þrengir þær – þá geta myndast blóðtappar sem geta stíflað æð. Rifni æð getur orðið heilablæðing. • Kölkun í kransæðum: kransæðar ná ekki að flytja nægilegt súrefni til hjartans sem veldur hjartakveisu eða hjartaverk. • Hjartaáfall: vegna stíflu í kransæð/blóðtappa fær hluti hjartans ekki nóg súrefni. • Hjartavöðvabólga: orsakast af algengum veiru- eða bakteríusýkingu sem náð hafa til hjartans. Hún getur truflað takt hjartsláttarins.
Heilablóðfall: blóðtappi stíflar æð í heila. • Heilablæðing:æð opnast í heila og veldur blæðingu.
Þegar ónæmiskerfið bregst ekki rétt við • Sumir sjúkdómar stafa af því að ónæmiskerfið starfar ekki rétt • Ofnæmi t.d. exem, astmi og heyofnæmi, gigtarsjúkdómar og sykursýki hjá börnum stafar af því að varnarfrumur bregðast ekki rétt við. • Sykursýki hjá börnum orsakast t.d. af því að ónæmiskerfið eyðileggur frumurnar í brisinu sem framleiða hormónið insúlín.
3.4 Hreinsistöðvar líkamans • Nýrun og lifrin sjá um að fjarlægja meginhluta úrgangsefna úr blóðinu. • Nýrun hreinsa blóðið, en meginhluti vatnsins er tekinn upp aftur í blóðið. Það sem eftir verður ásamt úrgangsefnum myndar þvag. • Leið þvags: nýru – þvagpípur – þvagblaðra – þvagrás.
Nýrun • Ásamt því að hreinsa blóðið, þá stjórna nýrun magni vökva og steinefna í líkamanum. • DÆMI: verði blóðþrýstingur lágur, bregðast nýrun við og framleiða minna þvag. • Þvagpróf: • Hægt er að greina sýkingu í þvagfærum með þvagprófi • Hægt er að kanna hvort sykur eða prótein er í þvagi
Nýrnasjúkdómar • Nýrnasteinar: stórir steinar geta fest í nýrunum - hægt er að brjóta þá með hljóðbylgjum • Nýrnasjúkdómar: geta verið mjög erfiðir og valdið því að nýrun hætta að starfa. Þá þarf að tengja fólk við tæki / gervinýra sem hreinsar blóðið – það kallast blóðskilun.
Lifrin – hreinsistöð og geymsla • Lifrinfjarlægir skaðleg efni úr blóðinu, eða breytir þeim í minna skaðleg efni. Til þess notar hún m.a. gallið sem hún framleiðir. • Lifrin breytir einnig umfram glúkósa í blóðinu í glýkógen, sem líkaminn getur síðan breytt aftur í glúkósa þurfi hann á orkunni að halda. • Lifrin geymir ýmis næringarefni, t.d. vítamín og járn.
Ef lifrin skemmist • Áfengi og eitruð efni geta orsakað lifraskaða • Getur orsakað m.a. skorpulifur, en þá nánast hættir lifrin að starfa. • Lifrabólguveira:er sýkill sem veldur bólgu í lifur. Hún veldur verkjum og ýmis litarefni losna ekki úr líkamanum, fólk fær gulu.