1 / 25

13. Kafli: Innkirtlakerfið

13. Kafli: Innkirtlakerfið. Líffæra- og lífeðlisfræði 103 Guðrún Narfadóttir. Samanburður á stjórnkerfum líkamans:. Taugakerfi Miðlar áhrifum með taugaboðum Hefur áhrif á vöðvasamdrátt eða kirtilseyti Hraðvirkt kerfi, en áhrifin vara stutt Innkirtlakerfi Miðlar áhrifum með hormónum

hunter
Télécharger la présentation

13. Kafli: Innkirtlakerfið

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 13. Kafli: Innkirtlakerfið Líffæra- og lífeðlisfræði 103 Guðrún Narfadóttir

  2. Samanburður á stjórnkerfum líkamans: • Taugakerfi • Miðlar áhrifum með taugaboðum • Hefur áhrif á vöðvasamdrátt eða kirtilseyti • Hraðvirkt kerfi, en áhrifin vara stutt • Innkirtlakerfi • Miðlar áhrifum með hormónum • Hefur margþætt áhrif á alla vefi líkamans • Hægvirkara en taugakerfi, en áhrifa getur gætt lengi

  3. Skilgreining á hormónum • Hormón eru mynduð af innkirtilfrumum og losuð út í millifrumuvökvann • Blóðborin hormón fara út blóðrásina • Staðbundin “hormón” (prostaglandín) fara ekki út í blóðrás, en hafa áhrif á nærliggjandi vefi • Hafa áhrif á starfsemi markfrumna (target cells) sem hafa sérhæfða viðtaka (receptors) fyrir hormónið

  4. Hverju stjórna hormón? • Efnasamsetningu blóðs • Efnaskiptahraða • Samdrætti sléttra vöðva og hjartavöðva • Seyti kirtla • Ákveðnum þáttum ónæmiskerfisins • Vexti • Kynþroska, frjósemi, meðgöngu, fæðingu, næringu fósturs og afkvæmis • Viðhalda samvægi á álagstímum (streituhormón)

  5. Hvernig efni eru hormón? • Fituleysanleg • Sterahormón (mynduð úr kólesteróli) • Öll hormón nýrnahettubarkar og kynhormónin • Thyroid hormón (T3 og T4) frá skjaldkirtli • Vatnsleysanleg • Amín • Adrenalín og noradrenalín frá nýrnahettumerg • Prótein og peptíð • T.d.insúlín

  6. Virkni fituleysanlegra hormóna Í blóðrásinni bindast þessi hormón flutnings-próteinum 1. Hormónið losnar frá próteini, smýgur í gegnum frumuhimnu markfrumu og inn í kjarnann þar sem það binst viðtaka 2. Hormón bundið viðtaka hefur áhrif á tjáningu gena 3. Nýtt prótein er myndað í umfrymi (oftast er það eitthvert ensím) 4. Nýja próteinið breytir starfsemi frumunnar

  7. Virkni vatnsleysanlegra hormóna Eðli síns vegna komast þessi hormón ekki í gegnum frumuhimnur 1. Hormónið berst með blóði og tengist viðtaka (first messenger) utan á frumuhimnu 2. Tenging milli hormóns og viðtaka örvar aðra sameind (second messenger) sem miðlar áhrifum hormónsins • cAMP er algengur “second messenger” 3. cAMP virkjar nokkur ensím 4. Virkjuð ensím valda breytingum á starfsemi frumunnar 5. Eftir stutta stund er cAMP gert óvirkt og áhrifin hætta - nema meira hormón sé losað

  8. Stjórnun á hormónalosun • Með taugaboðum • Dæmi: sympatískar taugar örva nýrnahettumerg sem losar þá adrenalín • Með breyting á efnasamsetningu í utanfrumuvökva viðkomandi innkirtils • Dæmi: insúlín losnar þegar styrkur glúkósa hækkar • Með öðrum hormónum • Dæmi: ýmsir innkirtlar lúta stjórn hormóna frá framhluta heiladinguls

  9. Heiladingull (hypophysis cerebri) • Tengist undirstúku með stilk • Skiptist í: • Framhluta (kirtildingull, adenohypohysis) • er úr eiginlegum kirtilvef • myndar 7 mismunandi hormón • Afturhluta (taugadingull, neurohypophysis) • er framlenging á undirstúku úr taugavef • myndar ekki homón, en losar tvö hormón sem undirstúka myndar

  10. Framhluti heiladinguls • Myndar 7 mismunandi hormón • Losun hormónanna er undir stjórn undirstúku • Frá undirstúku berast losunarhormón (RH) eða hömluhormón (IH) eftir sérstöku portæðakerfi til framhluta heiladinguls

  11. Hormón úr framhluta heiladinguls • Vaxtarhormón (hGH) • Eykur myndun á IGFs (insulinlike growth factors) sem örvar vöxt flestra líkamsvefja • Er undir stjórn GHRH og GHIH frá undirstúku • Skjaldkirtilsstýrihormón (TSH) • Örvar skjaldkirtil til að losa T3 og T4 • T3 og T4 hamla losun á TSH (neikvæð afturvirkni), en TRH frá undirstúku örvar losun á TSH • Sortufrumustýrihormón (MSH) • Örvar sortufrumur til að mynda melanín

  12. Framhl. heiladinguls frh. • FSH (eggbússtýrihormón) og • LH (gulbússtýrih.) • Yfirkynhormón sem stjórna þroskun eggs og sáðfrumna og myndun kynhormóna í kynkirtlum • GnRH frá undirstúku örvar losun hormónanna en kynhormón (estrógen, prógesteron og testósterón) hamla (neikvæð afturvirkni) • Prólaktín • Örvar mjólkurmyndun í mjólkurkirtlum • PRH örvar losun prólaktíns, en PIH hamlar losun • ACTH (barkarstýrihormón) • Örvar losun á kortisóli frá nýrnahettum • CRH örvar losun á ACTH, en kortisól hamlar (neikvæð afturvirkni)

  13. Afturhluti heiladinguls • Tekur við hormónum sem eru mynduð í undirstúku, geymir þau og losar þegar taugaboð koma frá undirstúku • Oxytocin • Dregur saman leg við fæðingu og mjólkurrásir við brjóstagjöf • ADH (þvagtemprandi hormón) • Eykur endurupptöku á vatni í nýrum og minnkar þannig þvagmagn

  14. Skjaldkirtill (glandula thyroidea) • Staðsettur neðan við barkakýli • Myndar 3 hormón • Thyroxín (T4) og triiodothyronine (T3) • Stjórna efnaskiptahraða, vexti og þroska • Stjórnast af TRH frá undirstúku og TSH frá framhluta heiladinguls • Calcitonin • Lækkar styrk kalsíum í blóði • Losnar þegar styrkur kalsíum í blóði er hár

  15. Kalkkirtlar (glandula parathyroidea) • Staðsettir aftan á skjaldkirtli • Mynda parathyroid hormón (PTH) • Eykur styrk kalsíum og magnesíum í blóði, en lækkar styrk fosfats • Losun eykst ef kalsíum styrkur í blóði lækkar

  16. Nýrnahettur (glandula adrenalis) • Staðsettar ofan við nýru • Nýrnahettubörkur (cortex) myndar ytra lag Þar myndast þrenns konar hormón sem kallast barkarhormón: • Saltsterar • Sykursterar • Kynhormón • Nýrnahettumergur myndar innra lagið. Þar myndast adrenalín og noradrenalín sem • losna vegna boða frá sympatískum taugum • hafa svipuð áhrif og sympatíska taugakerfið

  17. Barkarhormónin • Saltsterar • Mikilvægast er aldosterón • Það eykur endurupptöku á natríum og vatni í nýrum, en eykur útskilnað á kalíum • Stjórnast af renín-angiotensín kerfinu • Sykursterar • Mikilvægastur þeirra er kortisól • Sykursterar auka próteinniðurbrot, nýmynda glúkósa úr amínósýrum og mjólkursýru, auka fituniðurbrot, eru bólgueyðandi og bæla ónæmiskerfið • Kynhormón • Hér myndast öll kynhormónin hjá báðum kynjum

  18. Briskirtill (pancreas) • Blandaður kirtill sem liggur aftan við maga upp við skeifugörn • Í Langerhanseyjum briskirtils eru frumur sem mynda hormón: • Alfa frumur mynda glúkagon • Beta frumur mynda insúlín • Delta frumur mynda sómatóstatín • F-frumur mynda pancreatic polypeptide

  19. Hormón briskirtils: Insúlín • Veldur lækkun á blóðsykri • Losnar þegar blóðsykur hækkar • Helstu áhrif insúlíns: • Örvar flutning á glúkósa inn í frumur • Örvar sykurbruna • Breytir umframsykri í forðanæringu (glycogen og fitu) • Örvar flutning amínósýra inn í frumur og myndun nýrra próteina

  20. Hormón briskirtils: Glúkagon • Veldur hækkun á blóðsykri • Losnar þegar blóðsykur er lágur • Helstu áhrif glúkagons: • Hvetur niðurbrot á glycogeni í glúkósa • Hvetur nýmyndun á glúkósa úr amínósýrum og mjólkursýru • Örvar lifur til að veita glúkósa út í blóðið • Örvar fitubruna

  21. Eggjastokkar (ovariae) • Paraðir kynkirtlar í grindarholi kvenna • Mynda kvenkynhormónin estrógen og prógesterón sem ásamt FSH og LH frá heiladingli stjórna • kynþroska og viðhaldi annars stigs kyneinkenna, tíðahring, þroskun eggs, viðhaldi meðgöngu og undirbúningi fyrir brjóstagjöf • Eggjastokkar mynda líka hormónin inhibin og relaxin

  22. Eistu (testes) • Paraðir kynkirtlar í pungholi karla • Mynda testósterón sem flokkast til andrógena og er aðal kynhormón karla • Helstu áhrif testósteróns: • Kynþroski og viðhald annars stigs kyneinkenna • Myndun sáðfrumna • Eistun mynda líka hormónið inhibin sem hemur myndun FSH

  23. Heilaköngull (corpus pineale) • Staðsettur við þak 3. heilahols • Myndar hormónið melatónín sem • stjórnar dægursveiflum (meira myndast í myrkri) • veldur mögulega skammdegisþunglyndi • er í háum styrk í börnum en fellur rétt fyrir kynþroska (fallið hrindir líklega kynþroskanum af stað)

  24. Hóstarkirtill (thymus) • Staðsettur aftan við bringubein • Er stór í börnum en rýrnar með aldri • Myndar nokkur hormón (þar á meðal thymosin) sem: • stuðla að þroskun T-eitilfrumna • seinka mögulega öldrun

  25. Streita og hormón • Streituvaldar geta verið andlegir eða líkamlegir • 1.streitustigið er “Fight or flight response” • Örvun á sympatíska taugakerfinu og losun á adrenalíni • Tímabundin streita sem líkaminn ræður auðveldlega við • 2. streitustigið er viðnámsstig • Losun á kortisóli, vaxtarhormóni og thyroxíni • Varir í lengri tíma en 1. stigið • Próteinniðurbrot fylgir oft þessu stigi • 3. Streitustigið er örmögnunarstig • Líkaminn getur ekki lengur staðist álagið og homeostasis fer úr skorðum

More Related