1 / 20

Upphaf Grikkja (750 – 450 f. Kr)

Upphaf Grikkja (750 – 450 f. Kr). Forn-grísk goðafræði og eldri náttúruspekingarnir. Upphaf Grikkja. Tímabilaskipting í sögu Grikkja: Mínóska menningin á Krít 2000 - 1500 f. Kr. Mýkenumenningin á meginlandinu 1500 – 1200 f. Kr. “Myrku aldirnar” 1200 – 800 Nýlendutíminn 800-500

stevie
Télécharger la présentation

Upphaf Grikkja (750 – 450 f. Kr)

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Upphaf Grikkja (750 – 450 f. Kr) Forn-grísk goðafræði og eldri náttúruspekingarnir

  2. Upphaf Grikkja • Tímabilaskipting í sögu Grikkja: • Mínóska menningin á Krít 2000 - 1500 f. Kr. • Mýkenumenningin á meginlandinu 1500 – 1200 f. Kr. • “Myrku aldirnar” 1200 – 800 • Nýlendutíminn 800-500 • Lýðræðistíminn hefst, gullöld Aþenu (klassísk fornöld) 508-338 f. Kr. Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

  3. Hómer • Kviður Hómers eru söguljóð sem líklega eru ort á 8. öld f. Kr: • Eignuð blinda skáldinu Hómer og eiga að gerast um 1200 f. Kr. • Ævintýralegar goðsögur með einhverjum sannleikskjarna • Ilíonskviða og Ódysseifskviða • Elstu rituðu heimildir um trúarhugmyndir Grikkja • Lítt heildstæð fjölgyðistrú • Grunnbókmenntir Grikkja öldum saman Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

  4. Hómer • Í Hómerskviðum virðast mennirnir vera peð á skákborði breyskra guða • Sjálfir voru guðirnir ódauðlegir og allir þeir helstu bjuggu á tindi Ólympsfjalls, hæsta fjalls Grikklands • Mönnum var hins vegar skipað í undirheima Hadesar eftir dauðann, þar sem þeir dvöldu til eilífðar í óljósri skuggaveröld, eins konar millistigi á tilvist og tilvistarleysis Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

  5. Hesíódos • Hesíódos var skáld og fræðagrúskari sem uppi var á 8. öld f. Kr. og ritaði Goðafæðingu • Hann var fyrstur til að fella grísku goðafræðina í samfellt kerfi allt frá sköpun heimsins úr óreiðu (kaos) í skipulega heild (kosmos) • Hann skipti sögu mannsins í nokkur skeið, gullöld í upphafi en síðan hafði allt farið á verri veg, stig af stigi Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

  6. Trúarheimur Grikkja • Trúarheimur Grikkja var í raun tvískiptur í grunninn • Annars vegar voru það Ólympsgoðin sem flestar sögurnar tengdust • Hins vegar voru það ýmis konar vættir og dísir, sem gjarnan voru af myrkari uppruna en Ólympsgoðin, og þekktastar þeirra eru örlagadísirnar og refsinornirnar Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

  7. Hin apollonska lífsskoðun • Sú lífsskoðun að allir kraftar heimsins leiti jafnvægis í skipulegri heild var um margt einkennandi fyrir Grikki til forna • Með skynsamlegri íhugun mátti finna sálarjafnvægi og þar með lífshamingjuna hér og nú, því einskis væri að vænta í öðru lífi • Þessi lífsskoðun hefur verið kennd við Apollon, guð ljóss, lista og spásagna Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

  8. Véfréttin í Delfí • Véfréttin í Delfí var við lýði frá um 700 f. Kr. til um 400 e. Kr. og taldist einn mesti helgistaður í Grikklandi • Hún var helguð guðinum Appollon og voru áhrif hennar mikil á líf og stjórn Grikklands • Sérstök prestastétt sá um að túlka goðsvörin sem hofgyðjur komust að í miðilsástandi • Kjörorðin „þekktu sjálfan þig“ og „hóf er best“ voru rituð yfir inngang hofsins Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

  9. Líf eftir dauðann? • Hin apóllonska lífsskoðun höfðaði fyrst og fremst til valdastéttarinnar enda hafði hún aðallega veraldleg markmið, til dæmis að bæta efnahag manneskjunnar, efla uppskeru og veita almenna velsæld • Eftir dauðann fóru menn í undirheima til Hadesar og ráfuðu þar án kvala eða gleði • Mjög mikilvægt var því að eiga afkomendur sem héldu nafni manns á lofti enda var það eina framhaldslífið sem kostur var á Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

  10. Launhelgar • Meðal lægri stétta náðu ýmis konar launhelgar miklum vinsældum • Megininntak þeirra var að komast í milliliðalaust samband við guðdóminn með vígslum, helgisiðum og öðrum trúarathöfnum • Elstu merkin um slíkan átrúnað tengist dýrkun vínguðarins Díonýsosar en hann var endurborinn eftir að Hera, kona Seifs, hafði látið drepa hann og Seif, óafvitandi, éta hjarta hans Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

  11. Díonýsosardýrkun • Dýrkendur Díonýsosar voru einkum konur og stunduðu svallveislur að næturþeli í skógarlundum sem náðu hámarki þegar dýrkendurnir drápu geithafur, naut, eða jafnvel mann, og átu • Goðsögnin um Díonýsos þykir hafa lýst tvíeðli mannsins, það er að hann hefði ódauðlega sál þótt líkaminn væri dauðlegur • Launhelgarnar hafa einnig tengst fornri frjósemisdýrkun Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

  12. Orfeusartrúin • Á 7. öld f. Kr. hófst trúarvakning á Grikklandi sem kennd hefur verið við þjóðsagnarpersónuna Orfeus • Orfeusartrúin varð eins konar göfgun díonýsosardýrkunar en hún boðaði m. a. að hver og einn hlyti dóm eftir dauðann • Einnig voru uppi kenningar innan hennar um sálnaflakk og endurholdgun • Rekja má trúarkenningar um synd og sekt manna og tvíhyggju til Orfeusartrúar Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

  13. Fyrstu heimspekingarnir • Upphaf vestrænnar heimspeki er rakið til vesturstrandar Litlu-Asíu um 600 f. Kr. • Þar komu fram svokallaðir náttúruspekingar • Þeir höfnuðu goðsögulegum skýringum á fyrirbærum náttúrunnar og leituðu skýringa á þeim í efnisveruleikanum sjálfum • Þeir reyndu að finna frumveru (αρχε (arke): lögmál eða innsta eðli) sem nota mætti til að skýra efnisveruleikann Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

  14. Náttúruspekingarnir • Náttúruspekingunum hefur verið skipt í tvo aðalflokka, þá eldri og þá yngri • Eldri náttúruspekingarnir (5. öld f. Kr.) störfuðu utan Grikklands og leituðu að innsta eðli tilverunnar, sem ýmist gat verið tiltekið efni, síbreytileikinn eða óbreytanleikinn • Yngri náttúruspekingarnir (4. öld f. Kr.) störfuðu einkum í Aþenu og reyndu að sætta hin ólíku sjónarmið sem fram höfðu komið Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

  15. Þales frá Míletos • Þales frá Míletos í Litlu-Asíu hefur bæði verið nefndur faðir heimspekinnar og fyrsti vísindamaðurinn • Líklega lærði hann bæði af Egyptum og Babýlóníumönnum og hafði þaðan þekkingu í flatarmálsfræðum og kunnáttu til að segja fyrir um sólmyrkva • Þales taldi vatn vera innsta eðli tilverunnar en þar sem ekkert er varðveitt af skrifum hans er ekki vitað hvaða rök hann hafði fyrir því Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

  16. Míletos-spekingarnir • Anaximander var lærisveinn Þalesar og hélt því fram að frumveranværi með öllu óskilgreinanlegt; upphaf og endir alls • Anaximenes var lærisveinn Anaximanders og hann hélt því fram að loftið væri innsta eðli tilverunnar • Hereklít (sem reyndar var frá Efesus) fullyrti að hreyfingin eða breytingin væri innsta eðlið en ytra tákn hennar væri eldurinn • Einkunnarorð hans voru: πανταρεĩ (allt streymir, þ. e. ekkert varir) Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

  17. Heraklít • Þannig eyðist og myndast alheimurinn á sérhverju augnabliki • Samkvæmt Heraklít verða allir hlutir til í átökum andstæðna en ná jafnvægi fyrir tilstilli frumaflsins sem hann kallaði logos (orð, rök, áætlun, hlutfall, hugsun...) • Með kenningum sínum nálgaðist hann ýmsar nútímakenningar eðlsifræðinnar, s. s. lögmálið um varðveislu massans og um jafnvægi Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

  18. Pýþagóras og trúarregla hans • Pýþagóras frá Samos settist að á Suður – Ítalíu og stofnaði þar orfeusartrúarreglu sem uppgötvaði tengsl tónlistar við stærðfræði • Pýþagóras rannsakaði líka regluna um hlutföll hliðarlengda í réttum þríhyrningi • Pýþagóringar töldu að leyndardóma tilverunnar væri að finna í talnahlutföllum en er þeir uppgötvuðu óræðar tölur hrundi heimsmynd þeirra Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

  19. Xenófanes og Eleatarnir • Xenófanes frá Jóníu settist einnig að á Ítalíu og kenndi í borginni Eleu. Hann taldi að mennirnir hefðu skapað guðina í sinni mynd. • Parmenídes frá Eleu fullyrti að öll hreyfing og öll breyting væri blekking; innsta eðlið væri eilíft og óbreytanlegt en skynheimurinn allur sjónhverfing • Zenón frá Eleu studdi kenningu Parmenídesar með þverstæðum, m. a. um Akkilles og skjaldbökuna Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

  20. Parmenídes • Parmenídes var í algjörri andstöðu við Heraklít og varð það til þess að síðari heimspekingar lögðu alla áherslu á að reyna að samræma þessar andstæðu kenningar • Parmenídes taldi einnig að ómögulegt væri að komast að sannleikanum gegnum skynreynslu, aðeins rökhugsunin (logos) gæti leitt menn til sannleikans • Tvíhyggja Parmenídesar varð afar áhrifamikil í allri sögu vestrænnar heimspeki Þorsteinn Kruger / Valdimar Stefánsson

More Related