1 / 7

5. kafli. Ástandið

5. kafli. Ástandið. Þegar Ísland var hernumið komu til landsins tugir þúsunda breskra og bandarískra hermanna. Margar konur urðu hrifnar af þessum einkennisklæddu útlendingum sem færðu þeim nælonsokka, ilmvötn og aðra munaðarvöru. Íslenskir karlar urðu öfundsjúkir og þjóðin hneyksluð.

teague
Télécharger la présentation

5. kafli. Ástandið

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 5. kafli. Ástandið • Þegar Ísland var hernumið komu til landsins tugir þúsunda breskra og bandarískra hermanna. • Margar konur urðu hrifnar af þessum einkennisklæddu útlendingum sem færðu þeim nælonsokka, ilmvötn og aðra munaðarvöru. • Íslenskir karlar urðu öfundsjúkir og þjóðin hneyksluð.

  2. Opinber umræða og aðgerðir • Lögreglan rannsakaði ástandið og skráði nöfn rúmlega 500 kvenna sem taldar voru í ástandinu. • Þær voru á aldrinum 12-61 árs og þar af 150 stúlkur 17 ára og yngri. • Af þessum 500 konum taldi lögreglan að um 150 stunduðu vændi.

  3. Ástandsnefndin • Vilmundur Jónsson landlæknir sendi bréf til dómsmálaráðuneytisins og fór hörðum orðum um ástandið. • Opinber yfirvöld stofnuðu svokallaða ástandsnefnd. • Nefndin rannsakaði málið og kom með tillögur. • Skýrsla hennar var kölluð ástandsskýrsla.

  4. Dansleikur, íslenskar konur og hermenn.

  5. Setuliðsstjórnin • Setuliðsstjórnin mótmælti ástandsskýrslunni og taldi upplýsingar hennar og forsendur rangar og að aðeins væri um eðlilega umgengni að ræða milli kvennanna og hermannanna. • Þeir bentu á að ekki væri leyfilegt að koma með konur í hermannabúðirnar. • Einnig bentu þeir á að hermannadansleikir væru bannaðir innan 16 ára. • Sögðu þeir herlögregluna sjá um að framfylgja þessu.

  6. Úrbætur • Opinber yfirvöld höfðu ýmislegt við þessi mótmæli setuliðsstjórnarinnar að athuga og fljótlega var farið í finna leiðir til úrbóta. • Lögreglukona var ráðin til að kanna lauslæti kvenna. • Lög voru sett um eftirlit með unglingum til 18 ára aldurs. Barnaverndar- og skólanefndir voru þar eftirlitsaðilar. • Sett var á stofn upptökuheimili í Reykjavík. • Unglingadómstóll var stofnaður en hann var lagður af haustið 1943 þar sem úrræði voru fá.

  7. Meira um ástandið • Margar lögráða konur og hermenn urðu ástfangin og giftu sig og ýmist fluttu úr landi eða hófu sambúð hér á landi. • Margar konur urðu ófrískar og eignuðust börn þó þær giftust ekki mönnunum. • Sumir hermennirnir voru giftir í heimalandi sínu og ollu mörgum kvennanna miklum vonbrigðum. • Samskipti milli kvennanna og hermannanna voru oft takmörkuð þar sem fáar íslenskar konur kunnu ensku. • Krakkar gerðu grín að konum sem þeir sögðu vera í “ástandinu”.

More Related