1 / 26

Tvítyngi er hið besta mál þegar málin styrkja hvort annað

Tvítyngi er hið besta mál þegar málin styrkja hvort annað. Elín Þöll Þórðardóttir, Ph.D. School of Communication Sciences and Disorders Faculty of Medicine McGill University, Montreal elin.thordardottir@mcgill.ca. Málþroskaröskun. Skertur málþroski miðað við aldur Orsakir:

zona
Télécharger la présentation

Tvítyngi er hið besta mál þegar málin styrkja hvort annað

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Tvítyngi er hið besta mál þegar málin styrkja hvort annað Elín Þöll Þórðardóttir, Ph.D. School of Communication Sciences and Disorders Faculty of Medicine McGill University, Montreal elin.thordardottir@mcgill.ca

  2. Málþroskaröskun • Skertur málþroski miðað við aldur • Orsakir: • Líffræðilegir þættir • Umhverfi – reynsla, örvun • Fjöldi tungumála? • Hvenær og hvernig börn læra annað mál?

  3. Rannsóknir á málþroskaröskunum: • Eðli tungumálsins og hvernig það lærist • Mikilvægi tungumálsins í daglegu lífi • Mikilvægi tungumálsins í námi • Tengsl talaðs máls og lestrar • Tengsl málþroska og námserfiðleika • Kennsluaðferðir, málörvun • Einstaklingsmiðuð kennsla

  4. Tvítyngi í Kanada • Tvö opinber tungumál: enska og franska • 17.7% kanadamanna geta haldið uppi samræðum á báðum málunum • 0.4% kanadamanna hafa bæði tungumálin sem móðurmál Statistics Canada,2001

  5. Tvítyngi í Quebec • Frönskumælandi nema borgin Montreal, þar sem enska er einnig algeng • Quebec: 10% nemenda í skólum eiga sér annað móðurmál en ensku eða frönsku • Montreal: 43.5% nema í frönskum skólum eiga sér annað móðurmál en ensku eða frönsku • 148 móðurmál meðal nemenda í frönskum skólum Statistics Canada, 2001; Ministère de l’éducation, 2005;Meillleur, 2005

  6. Skólar í Kanada • Enskir og franskir skólar • “immersion programs” • Enskir skólar þar sem kennt er að hluta á frönsku • “immersion programs” ekki til í frönskum skólum • Í Quebec eru allir innflytjendur skyldaðir til að fara í franska skóla

  7. Spurningar sem þarfnast svara: • Eru tengls milli tvítyngis og málþroskaraskana? • Er ástæða til að ráðleggja sumum börnum að forðast tvítyngi eða fresta því? • Á hvaða máli eiga talmeinafræðingar að vinna? • Móðurmáli barnsins? • Máli skólans? • Öðru málinu eða báðum?

  8. Hvað er móðurmál? • Fyrsta mál barnins (L1) • Mál foreldra barnsins • Það mál sem barninu er tamast • Þetta getur breyst (t.d. Kohnert,Bates & Hernandez, 1999) • Það mál sem sem barnið tengist nánar • Móðurmál margra tvítyngra barna er tvítyngi (t.d. Grosjean, 1989)

  9. Veldur tvítyngi málþroskaröskun? • Allar tiltækar rannsóknir benda til þess að svo sé ekki: • Börn með málþroskaröskun ná góðum árangri í tvítyngdum leikskólum (Bruck, 1982; 1986) • Málvillur tvítyngdra barna með málþroskaröskun eru ekki fleiri eða alvarlegri en málvillur eintyngdra barna (Paradis & Crago, 2000; 2003)

  10. Veldur tvítyngi málþroskaröskun? • Börn með Downs heilkenni geta náð jafn góðum tökum á 2 málum og einu (Kay-Raining Bird, Cleave, Trudeau, Elin Thordardottir, Sutton & Thorpe, 2005) • Talmeinameðferð á tveimur málum samtímis virkar betur en eintyngd meðferð (Elin Thordardottir, Ellis Weismer & Smith, 1997)

  11. Elin Thordardottir, Ellis Weismer & Smith (1997). Child Language Teaching and Therapy, 13, 215-227.

  12. Elin Thordardottir, Ellis Weismer & Smith (1997). Child Language Teaching and Therapy, 13, 215-227.

  13. Áhersla á bæði málin í talmeinameðferð: • Viðhorf til móðurmáls barnsins og tvítyngis, og virðingarstaða móðurmálsins hafa mikil áhrif á árangur tvítyngdra barna (Gardner & Lambert, 1959) • Gerir barninu kleift að nota alla tiltæka þekkingu sína til að tjá sig og auka við þekkingu sína • Áhersla á bæði málin er hvetjandi

  14. Barnið þarf að viðhalda og auka þekkingu sína á báðum málunum • Afleiðingar þess fyrir börn að missa niður móðurmál sitt: • samskiptahæfni • menningararfur (t.d. Kohnert et al., 2005; Anderson, 2004; McCardle et al., 2005; Wong & Fillmore, 1991; Cummins, 1989, Elin Thordardottir et al., 1997)

  15. Tvítyngd börn læra ný orð hraðar ef þau eru kennd fyrst á móðurmálinu (Perozzi & Sanchez, 1985, Kiernan & Swisher, 1990) • Tvítyngd talmeinameðferð virkar betur en eintyngd meðferð (Elin Thordardottir et al., 1997) • Kennsla á báðum málunum leiðir til betri árangurs í námi en kennsla sem er einskorðast við annað málið (Thomas & Collier, 1996; Slaving & Cheung, 2003)

  16. Hvað ræður getu barna til að læra nýtt tungumál? • Móðurmálskunnátta: • Margar rannsóknir (en ekki allar) hafa sýnt fram á tengsl getu í móðurmáli og getu í öðru máli (sjá yfirlit í Restrepo, 2005) • Markviss örvun móðurmálsins eykur fremur en hindrar framfarir á öðru máli (t.d. Campos, 1995) • Góður grunnur á móðurmálinu góð undirstaða fyrir lærdóm á öðru máli (Castilla & Resrepo, 2005; Restrepo, 2005;Gutierrez-Clellen & Kreiter, 2003)

  17. Aðferðir við tvítyngda málörvun: • Tvítyngdir talmeinafræðingar • Þegar því verður ekki við komið: • Þátttaka foreldra • Þátttaka túlka og tvítyngds aðstoðarfólks • Áhersla á reynsluheim og menningararf barnsins • Virðing fyrir móðurmáli og menningu barnsins • Ekki leggja áherslu á að barnið tali eingöngu annað hvort málið

  18. Meðallengd segðar (MLU) eintyngdra ensku- og frönskumælandi barna: Elin Thordardottir (2005). International Journal of Language and Communication Disorders, 39, 243-278

  19. Orðaforði eintyngdra ensku- og frönskumælandi barna: Elin Thordardottir (2005). International Journal of Language and Communication Disorders, 39, 243-278.

  20. Orðaforði (skilningur) eintyngdra og tvítyngdra barna með eðlilegan málþroska: Elin Thordardottir, Rothenberg, Rivard & Naves (in press). Journal of Multilingual Communication Disorders

  21. Málskilningur eintyngdra og tvítyngdra barna með eðlilegan málþroska: Elin Thordardottir, Rothenberg, Rivard & Naves (in press). Journal of Multilingual Communication Disorders

  22. Orðaforði (tjáning) eintyngdra og tvítyngdra barna með eðlilegan málþroska: Elin Thordardottir, Rothenberg, Rivard & Naves (in press). Journal of Multilingual Communication Disorders.

  23. Mat á málþroska tvítyngdra barna: • Mælitæki og viðmið fyrir eintyngd börn gilda ekki • Þegar málþroski er mældur á öðru hvoru málinu um sig er hann ekki sambærilegur við staðla fyrir eintyngd börn • Börn sem eru nálægt því að vera jafnvíg á bæði málin mælast fjær eintyngda staðlinum

  24. Tvítyngd börn með eðlilegan tvítyngdan málþroska geta verið alllangt á eftir eintyngdum jafnöldrum í þroska á hvoru málinu um sig, en standa jafnfætis eða framar eintyngdum börnum þegar allt er talið • Tvítyngd börn geta virst vera með málþroskaraskanir þótt sú sé ekki raunin • Mat á málþroska tvítyngdra barna verður alltaf að taka mið af báðum málunum

  25. Hugsanleg úrræði • Öll börn ráða við að læra tvö mál að svo miklu leyti sem þau ráða við eitt • En það tekur lengri tíma að læra tvö mál • Þess vegna eru tengsl málþroska og aldurs önnur hjá tvítyngdum börnum en eintyngdum • Þess vegna gæti meiri sveigjanleiki í skólum hentað þeim (t.d. skólar sem ekki hafa stíft bekkjakerfi, og hægt er að laga að þörfum einstakra barna)

  26. Styrkaraðilar: McGill háskóli FCAR Aðstoðarfólk og nemar: Rebecca Naves Charles Fugère Alyssa Rothenberg Marie-Eve Rivard Julia Levy

More Related