100 likes | 334 Vues
KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS MYNDMENNT PAPPÍRSMÓTUN KENNARI JÓHANNA ÞÓRÐARDÓTTIR. Gifsgrisjumót tekið af andliti. Undirbúningur: Þrír vinna saman og leggja grisjuna á hvorn annan.
E N D
KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS MYNDMENNT PAPPÍRSMÓTUN KENNARI JÓHANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Jóhanna Þórðardóttir, Pappírsmótun
Gifsgrisjumót tekið af andliti. • Undirbúningur: • Þrír vinna saman og leggja grisjuna á hvorn annan. • Gifsgrisjan er klippt í hæfilega búta, litlir fyrir fínlega staði,en stærri fyrir vanga og enni, klippt í lengjur. • 37°vatn er sett í skál, gott er að hafa vatnið líkamsheitt, notalegra að fá grisjuna framan í sig. • Passa verður að fá sem minnst af vatnsdropum á gifsgrisjuna áður en hún er notuð því það eyðileggur hana, þess vegna er gott að vera búin að klippa hana niður áður en mótunin byrjar. • Hárið er tekið frá andlitinu, hárband eða plastfilma sett yfir. • Feitt krem borið á andlitið og vel á augabrúnir, • plastbútar settir yfir lokuð augun. Jóhanna Þórðardóttir, Pappírsmótun
Mikilvægt er að koma sér vel fyrir hálfliggjandi. Breiða einhverja flík yfir sig og eldhúspappír um hálsinn (til að fá ekki dropa niður á sig). Byrjað er á að væta grisjuna í vatni, og setja yfir enni, undir höku og vanga. Jóhanna Þórðardóttir, Pappírsmótun
Grisjan er lögð þétt að andlitshlutunum og strokið yfir til að fá sem nákvæmast mót. Jóhanna Þórðardóttir, Pappírsmótun
Smám saman eru bútarnir lagðir yfir andlitið. Samkomulag, hvort verður á undan í röðinni munnurinn eða augun. Jóhanna Þórðardóttir, Pappírsmótun
Grisjan er lögð yfir allt andlitið nema nasaholurnar. Jóhanna Þórðardóttir, Pappírsmótun
Eftir að búið er að leggja grisjuna á allt andlitið, hitnar gifsið. Jóhanna Þórðardóttir, Pappírsmótun
Eftir smástund u.þ.b. þrjár mínútur, grettir maður sig og losar hana af. Jóhanna Þórðardóttir, Pappírsmótun
Gifsgrisjumót tekið af ungu barni, takið eftir að mikið op er skilið eftir í kringum augu, nef og munn. Þegar taka á mót af börnum verða þau að vera því alveg samþykk og einnig að hafa séð það gert á öðrum, þannig að þau viti út í hvað þau eru að fara, þetta gildir líka um þá sem eldri eru. Jóhanna Þórðardóttir, Pappírsmótun
Grímu úr gifsgrisju má nota strax, en hún er þyngri og viðkvæmari en pappírsgríma. Einnig er hægt að nota gifsgrisjugrímu sem mót, móta ofan á með pappír,gríman verður þó víðari og ekki eins nákvæm eins og þegar mótað er á gifsafsteypu. Gifsgrisjumót sem tekið er af andliti og steypt í gifs og síðan gerð gríma á afsteypuna getur verið mjög nákvæm og gott að bera. Gifsmótið er síðan notað til að móta mismunandi persónur í létt efni t.d. pappír. Með þessari aðferð situr gríman vel á andlitinu þannig gott er að bera hana í leik. Þegar gifsgrisjumót er tekið af andliti og búið er að taka það af andlitinu er lokað fyrir göt að utanverðu, eins og nasaholur og formið styrkt á köntum með gifsgrisju. Siðan er mótið látið þorna í u.þ.b. sólarhring áður en steypt er í það með gifsi. Áður en steypt er, er mótið smurt að innan með vaselíni. Jóhanna Þórðardóttir, Pappírsmótun