1 / 10

Viðurlög við brotum á samkeppnislögum

Viðurlög við brotum á samkeppnislögum. Morgunverðarfundur Grand Hótel Reykjavík, 13. febrúar 2007 Guðrún Björk Bjarnadóttir, hdl. LL.M. Samkeppnishæf samkeppnislög.

raanan
Télécharger la présentation

Viðurlög við brotum á samkeppnislögum

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Viðurlög við brotum á samkeppnislögum Morgunverðarfundur Grand Hótel Reykjavík, 13. febrúar 2007 Guðrún Björk Bjarnadóttir, hdl. LL.M

  2. Samkeppnishæf samkeppnislög Frumvarpið hefur að geyma strangari refsiheimildir gagnvart einstaklingum, fyrirtækjum og samtökum fyrirtækja en áður og strangari en tíðkast í nágrannalöndum okkar.

  3. Stjórnvaldssektir á samtök fyrirtækja • Samkvæmt frumvarpi er fjárhæð sektar á samtök fyrirtækja tengd við veltu þeirra fyrirtækja sem eiga fulltrúa í stjórn samtakanna. • Ef samtök eru ekki gjaldfær – þá eru þau fyrirtæki sem fulltrúa eiga í stjórn krafin greiðslu. • Rök frumvarpsins – hliðsjón af EES reglum. • Frumvarpið gengur þó lengra en EES reglurnar. • EES reglurnar gilda ekki innanlands. • Er ekki í samræmi við lög nágrannaríkja okkar. • Afleiðingar: • Fyrirtæki sem talin eru brotleg við lög geta verið sektuð tvisvar sinnum fyrir sama brotið. • Vegur að starfsemi frjálsra félagasamtaka. • Erfitt getur reynst að fá fulltrúa í stjórn. • Stjórnir verða fámennari. • Stjórnir skipuðum fulltrúum lítilla fyrirtækja.

  4. Refsingar einstaklinga • Samkvæmt frumvarpi geta starfsmenn og stjórnarmenn fyrirtækja sætt sektum eða fangelsi allt að sex árum. • Er eðlilegt að refsa einstaklingum fyrir brot fyrirtækja? • Rómarsamningurinn og EES-samningurinn – einstaklingum ekki refsað. • Sænsk lög – einstaklingum ekki refsað. • Dönsk lög – einstaklingar geta eingöngu sætt sektum nema brot varði harðari refsingu skv. öðrum lögum. • Norsk lög – einstaklingar geta sætt sektum eða fangelsi í allt að þrjú ár (sérregla varðandi samráðsbrot ef sakir eru sérlega miklar um fangelsi í allt að sex ár). • Finnsk lög – einstaklingum ekki refsað.

  5. Refsingar einstaklinga frh. • Einfalt gáleysi mun nægja til refsingar einstaklinga vegna brota á samkeppnislögum. • Dönsk lög – krafa um ásetning eða stórkostlegt gáleysi. • Norsk lög – krafa um ásetning eða stórkostlegt gáleysi.

  6. Þagnarréttur • Óheimilt er samkvæmt frumvarpi að nota upplýsingar gefnar Samkeppniseftirlitinu sem sönnunargagn í opinberu máli gegn einstaklingnum. • Einstaklingi þó ávallt skylt að veita upplýsingar til Samkeppniseftirlits að viðlögðum sektum eða fangelsi í allt að 3 ár. • Sömu refsingu sætir sá sem veitir rangar, villandi eða ófullnægjandi upplýsingar. • Hvað eru ófullnægjandi upplýsingar? • Upplýsingar þessar geta leitt til stjórnvaldssekta fyrirtækja. • Þagnarréttur lögaðila er því ekki virtur. • Brot á 6. gr. MSE?

  7. Fyrningarfrestur - lögaðilar • Fyrningarfrestur til að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki er 7 ár samkvæmt frumvarpinu. • Fyrningarfrestur vegna refsiábyrgðar lögaðila er 5 ár skv. 81. gr. alm. hgl. • Af hverju þarf lengri frest vegna samkeppnisbrota en annarra brota lögaðila? • Sænsk lög – 5 ára fyrningarfrestur • Dönsk lög – 5 ára fyrningarfrestur

  8. Fyrningarfrestur - lögaðilar • Fyrningarfrestur til álagningar stjórnvaldssekta rofnar samkvæmt frumvarpinu við upphafsaðgerðir Samkeppniseftirlits. • Skv. 4. mgr. 84. gr. alm. hgl. rofnar fyrningarfrestur þegar stjórnvald sakar mann um brot ef stjórnvald getur kveðið á um refsingu. Þá um leið rofnar fyrningarfrestur gagnvart lögaðila þeim sem í hlut á. • Er þörf á undantekningu frá þessari meginreglu fyrir samkeppnismál? • Hafa ber í huga að málsmeðferð í stórum samkeppnismálum hefur tekið allt að sjö ár í stjórnsýslunni.

  9. Fyrningarfrestur – einstaklingar • Fyrningarfrestur mála á hendur einstaklingum lengist nú sjálfkrafa þar sem þyngri refsingar eru nú en áður við brotum einstaklinga. • Fyrningarfrestur mála á hendur einstaklingum verður 10 ár. • Frumvarpinu var breytt og fyrningarfrestur vegna stjórnvaldsákvarðana var styttur úr 10 árum í 7 ár vegna bókhaldslaga. • Hvernig geta viðkomandi einstaklingar varið sig þegar bókhald fyrirtækisins er ekki lengur til staðar?

  10. Niðurlag • Bannákvæði samkeppnislaga eru mikilvæg og ber að virða. • Þó verður að gæta meðalhófs við ákvörðun refsiramma vegna brota á lögunum. • Af hverju eigum við að ganga lengra en önnur ríki í þessum efnum? • Því hefur ekki verið svarað.

More Related