1 / 9

Þuríður Jóhannsdóttir

Þetta fjall blokkerar mjög mikið ... Hvernig námsgögn þurfa ungir Íslendingar sem nota margmiðlun til sköpunar heima og í samskiptum sínum við umheiminn?. Þuríður Jóhannsdóttir Erindi á málþinginu Námsefni og nemendur framtíðar – Námsgagnastofnun 25 ára á Grand Hótel Reykjavík, 2. sept. 2005.

tocho
Télécharger la présentation

Þuríður Jóhannsdóttir

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Þetta fjall blokkerar mjög mikið ...Hvernig námsgögn þurfa ungir Íslendingar sem nota margmiðlun til sköpunar heima og í samskiptum sínum við umheiminn? Þuríður Jóhannsdóttir Erindi á málþinginu Námsefni og nemendur framtíðar – Námsgagnastofnun 25 ára á Grand Hótel Reykjavík, 2. sept. 2005

  2. Hluti af NámUST-rannsókninni • Viðtöl við unglinga og kennara í íslenskum sjávarbyggðum 2004 og 2005 • Hvernig upplýsingatækni er nýtt utan skólans og í skólanum • Viðtölin voru tekin í tengslum við NámUST rannsóknina • Leitast er við að skilja hvað upplýsinga- og samskiptatækni hefur í för með sér fyrir fyrir nám og kennslu í skólum. • NámUST rannsóknin er styrkt af Rannís 2002-2005 • Sjá http://namust.khi.is

  3. Hvað gera nemendur heima? • Tala við vini mína og er með síðu á netinu • Förum á msn, skrifum í síðurnar okkar, leitum að myndum... • Við gerðum stuttmynd um daginn og við eigum eftir að setja hana inn á kvikmynd.is • ...skoðum Tilveruna eða batman.is eða eitthvað fyndið eða kvikmynd.is. • Unglingarnir sjá oft um heimasíður t.d. fyrir íþróttafélag og félagsmiðstöð • Þetta fjall blokkerar mjög mikið á svona diska • Flestir útlendingarnir eru með gervihnattardisk

  4. Hvað segjast nemendur læra í skólanum? • Ég mundi segja að skólatölvurnar væru bara handónýtar • Við erum bara að gera verkefni í Word og Excel. Svo eigum við kannski að fara á netið á Google og leita að einhverjum manni og finna upplýsingar um hitt og þetta. • Ég held að ég viti allt fyrir sem verið er að kenna okkur í tölvunum • Ekki hægt að ætlast til að kennararnir geti lært nógu hratt til að þeir geti kennt okkur

  5. Hvað segja kennarar? • Beina nemendum inn á brautir sem þau færu ekki inná af eigin hvötum • Nemendur okkar þykja koma vel undirbúnir hvað snertir tölvunotkun í framhaldskóla. • Læra á Office-pakkann og að umgangast tölvur • Verður að kenna grunnþekkingu í sérstökum tímum, annars eru alltaf þeir sömu sem dragast aftur úr. • Þau nota bara msn og ritvinnsluforrit en nýta ekki önnur forrit – það þarf að kenna þeim á þau.

  6. Kennarar um notkun nemenda utan skólans • Þau eru öll með blogg og myndasíður á netinu • Strákarnir mikið í leikjum og keppni, tengja saman tölvurnar og eru heilu helgarnar í þessu. • Nemendur dokumentera allt í myndum þegar þau gera eitthvað utan skóla. Tveggja daga ferðalag – og búið að essemmessa og blogga um það allt og frá engu að segja þegar heim er komið. • Getur skólinn byggt eitthvað á þessu? Þarf þess?

  7. Heima og í skólanum • Unglingarnir hafa aðgang að betri og meiri tækjabúnaði heima en í skólanum • Tölvur, hraðar nettengingar og stafrænar myndavélar og kvikmyndatökuvélar • Forrit sem unglingarnir nota eru yfirleitt ókeypis forrit sem þau eru fljót að finna á netinu og læra á • Nota tæknina til skapandi starfsemi • Í skólum er nemendum er kennt á algengustu notendaforritin sem eru frá Microsoft. • Útskrifa fólk með færni í að beita þeim sem verkfærum sem framhaldsnám og atvinnulíf gera kröfur um

  8. Er þetta gott fyrirkomulag? • Hvernig getur og þarf skólinn að koma til móts við nemendur nútímans? • Hvernig þurfa námsgögn fyrir nútímaunglinga að vera til að höfða til þeirra og mennta þá? • Hvað getur skólinn lært af unglingunum og hvað geta unglingarnir lært af skólanum?

  9. Hljóð – mynd – texti; líka á íslensku • Fagmannleg leiðsögn sérfróðra kennara til að vinna með myndir og hljóð – tal og tóna • Aðgengi, líka að íslenskum menningararfi á stafrænu formi – tali, tónlist og myndefni til viðbótar við texta • Verkfæri til að vinna úr og vinna með slíkt efni á skapandi og skipulegan hátt (bæði og) • Áhersla á tæknina sjálfa fyrir áhugasama • Vinna með möguleika sem unglingar sjá í og með tækninni

More Related