250 likes | 392 Vues
Logbook of the World -- Hugbúnaður. LoTW hugbúnaður – tvö forrit: TQSLCert – Notað til að óska eftir og halda utan um rafræn skilríki TQSL – Notað til að kvitta með stafrænu auðkenni á log-skjöl (ADIF eða Cabrillo) svo unnt sé að senda þau á LoTW tölvuþjóninn hjá ARRL. TQSLCert.
E N D
Logbook of the World -- Hugbúnaður • LoTW hugbúnaður – tvö forrit: • TQSLCert – Notað til að óska eftir og halda utan um rafræn skilríki • TQSL – Notað til að kvitta með stafrænu auðkenni á log-skjöl (ADIF eða Cabrillo) svo unnt sé að senda þau á LoTW tölvuþjóninn hjá ARRL
TQSLCert TQSLCert biður um að útbúin sé ósk um skilríki í fyrsta skipti sem forritið er keyrt.
TQSLCert Fyrsta skrefið er að velja útgefanda skilríkis. (Sem stendur er það einungis ARRL sem unnt er að velja. Til álita kemur síðar að aðrir útgefendur verði fyrir hendi.)
TQSLCert “QSO begin date” er venjulega skráningardagur viðkomandi kallmerkis. “QSO end date” er síðasti dagur kallmerkis eða er óútfyllt ef um er að ræða núverandi kallmerki.
TQSLCert Í BNA er aðsetur borið saman við gagnagrunn FCC. Umsækjendur annars staðar frá verða að láta í té upplýsingar sem staðfesta aðsetur, venjulega afrit leyfis.
TQSLCert Mikilvægt að setja inn rétt tölvupóstfang. Skilríkið verður sent á þetta tölvupóstfang.
TQSLCert Þegar TQSL forritið útbýr beiðni um skilríki þá útbýr það “dulkóðunarlykil”. Unnt er að verja þetta skjal með lylilorði sem notandi lykilsins þarf að slá inn.
TQSLCert Skilríkisbeiðnin er vistuð í skjal.
TQSLCert Nú má sjá beiðni um skilríki eða skilríkisdrög í TQSLCert glugganum. Skilríkið er ekki nothæft fyrr en það kemur til baka frá útgefandanum (t.d. LoTW).
TQSLCert Nauðsynlegt er að senda beiðnina sem viðhengi í tölvupósti. Útgefandinn sendir síðan skilríkið til baka í tölvupósti sbr. dæmið að ofan. (Einnig er unnt að hlaða LoTW skilríkjum niður af vef LoTW.)
TQSLCert Þegar skilríkið er komið til frá útgefandanum er nauðsynlegt að hlaða því inn í forritið TQSLCert. (Í Windows er hægt að gera þetta með því að tvísmella á skilríkið sem kom í tölvupóstinum.)
TQSLCert Þegar búið er að hlaða skilríkinu inn í TQSLCert þá sýnir íkonan í listanum það sem tilbúið til notkunar.
TQSLCert Sjá má eiginleika skilríkisins með því að tvísmella á það.
LoTW hugbúnaður Þegar rafrænt skilríki hefur verið móttekið er unnt að nota TQSL forritið til að kvitta á log-skjöl áður en þeim er hlaðið niður til LoTW. Skjölin sem kvittað er á með TQSL geta verið annaðhvort ADIF eða Cabrillo sniði. Flest logforrit geta útbúið skjöl á öðru hverju eða báðum þessara sniða. Frumstæður ADIF ritill er innbyggður í TQSL forritið. Það þýðir að unnt er að koma gögnum inn í LoTW án þess að nota log-forrit.
TQSL Log-skjöl innihalda upplýsingar um QSO. QSLs þurfa einnig að innihalda upplýsingar um staðsetningu stöðvar. Í TQSL er haldinn listi yfir staðsetningu stöðva sem tengist viðkomandi skilríkjum.
TQSL Möguleg kallmerki og DXCC-lönd eru ákvörðuð af þeim skilríkjum sem viðkomandi hefur fengið útgefin. Allar aðrar upplýsingar um staðsetningu eru valkvæðar.
TQSL Í TQSL er unnt að setja inn nánari upplýsingar um staðsetningu innan DXCC-lands.
TQSL Sérhver staðsetning hefur nafn sem notandinn getur ákvarðað.
TQSL Unnt er að hefja kvittun á log-skjöl þegar staðsetning stöðvar hefur verið nefnd (auðkennd).
TQSL Fyrsta skref kvittunar felst í að velja staðsetningu stöðvar. Ath.: Öll QSO í tilteknu log-skjali verða að vera frá einni staðsetningu!
TQSL Áður en kvittað er á log-skjal þá biður TQSL um staðfestingu á staðsetningu. Einnig þarf að velja tiltekið ADIF/Cabrillo skjal og síðan nafn á kvittuðu skjals.
TQSL Ef skilríkið er varið með lykilorði þá þarf að slá það inn þegar kvittað er á log-skjalið.
TQSL Þegar kvittun er lokið birtist skýrsla um niðurstöðurnar og látið er vita ef villur hafa orðið.
LoTW hugbúnaður Mun meira er spunnið í LoTW, þ.á m. vefsetur þar sem haldið er utan um gögn sem send eru inn á LoTW. Þar má sjá QSL sem verða til við pörun þegar notendur senda inn gögn. Þá er unnt að sækja um viðurkenningar sem byggðar eru á staðfestingum innan LoTW,nú DXCC og WAS.