1 / 33

Framúrstefnuhreyfingar

Framúrstefnuhreyfingar. Fútúrisminn og dada í upphafi 20. aldar. Stefnuyfirlýsingar. Á fyrri hluta 20. aldar komu fram ýmsar róttækar stefnur í lista- og menningarlífi Evrópu, s. s. fúturismi, expressjónismi, dada og súrrealismi

clodia
Télécharger la présentation

Framúrstefnuhreyfingar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Framúrstefnuhreyfingar Fútúrisminn og dada í upphafi 20. aldar

  2. Stefnuyfirlýsingar • Á fyrri hluta 20. aldar komu fram ýmsar róttækar stefnur í lista- og menningarlífi Evrópu, s. s. fúturismi, expressjónismi, dada og súrrealismi • Forsprakkar hreyfinganna gerðu mikið af því að skilgreina listsköpun sína, oft í löngu máli, sem var svo sem ekkert nýtt (sbr. Kommúnistaávarpið á 19. öld) • Það sem hins vegar var nýtt var viðleitni þeirra til að gera þessar skilgreiningar eða stefnuyfirlýsingar (manifesto) að listformi í sjálfu sér • Í þessu, eins og fleiru, riðu fútúristar á vaðið Valdimar Stefánsson 2006

  3. Ítalski fútúrisminn • Fútúristaávarp Ítalans Filippos Tommaso Marinetti (1876-1944) birtist fyrst í Le Figaro árið 1909 • Marinetti hafði erft efnaða foreldra sína tveimur árum fyrr og lét það þá verða sitt fyrsta verk að kaupa sér Fiat sem hann reyndar ók út í skurð nokkru síðar • Í ávarpinu kemur fram dýrkun á hvers kyns vélum og hraða nútímans og yfirlýsing um að eyðileggja þurfi öll söfn landsins • Í öðru ávarpi fútúrista fullyrða þeir að heitt járn veki þeim meiri áhuga og hlýju en bros eða tár kvenna Valdimar Stefánsson 2006

  4. Ávörp Ítölsku fútúristanna • Á árunum 1909 -1916 gáfu ítölsku fútúristarnir út meira en fimmtíu ávörp þar sem þeir lýstu skoðunum sínum á bókmenntum, kvikmyndum, byggingum, stjórnmálum, tónlist, leikhúslífi, tónleikahöllum og unaðssemdum holdsins svo eitthvað sé nefnt • Þessar stefnuyfirlýsingar voru ætlaðar fjöldanum og oft minnir tungutak þeirra á auglýsingaslagorð nútímans • Segja má að ávörp fútúristanna séu í raun nýtt bókmenntaform Valdimar Stefánsson 2006

  5. Bíllinn • Ítalski fútúrisminn gerði bílinn að mikilvægu tákni en í hugmyndafræði þeirra fólst mikilvægi hans í því að vera tækniundur sem breytti bæði umhverfi mannsins og skynjun hans á veröldinni • Í hraða bílsins fólst andóf gegn festu og tregðu hefðarinnar sem fútúristum var meinilla við • Bíllinn var einnig tákn fyrir áðdáun þeirra á hvers kyns tæknihyggju en segja má að þeir hafi dýrkað alla vélvædda framleiðslu Valdimar Stefánsson 2006

  6. Matargerð • Áhugi fútúrista beindist einnig að ítalskri matargerð • Í Ávarpi fútúrískrar matargerðar lagði Marinetti til að allir pastaréttir yrðu bannaðir • Í matreiðslubókinni Fútúrísk matargerð eru að finna rétti eins og kjötskúlptúr og Fíatlagaður kjúklingur Valdimar Stefánsson 2006

  7. Bókmenntir • Fútúrisminn vildi umbylta tungumáli bókmenntanna og í ávarpi frá árinu 1921 lagði Marinetti til að hefðbundinni setningaskipan yrði kastað fyrir róða • Í skrifum ætti að beita á handahófskenndan hátt sem flestum nafnorðum en banna ætti öll lýsingar- og atviksorð • Nafnorðin skyldu ein fá að njóta sín í textanum Valdimar Stefánsson 2006

  8. Leiklist • Hugarflug fútúristanna naut sín þó ef til vill best í leiksýningum þeirra • Í leikferð um Ítalíu á árunum 1915-1916 sýndu þeir meðal annars sýninguna Ljós! • Hún hófst á því að leikararnir komu sér fyrir meðal áhorfenda í myrkvuðum sal og tóku að hrópa á ljós í salinn • Þegar áhorfendur fóru að taka undir og lætin nálguðust hámark var salurinn og sviðið lýst upp með skærum ljósum og tjaldið féll Valdimar Stefánsson 2006

  9. Leiklist • Leiksýningar fútúristanna náðu einnig út fyrir sýninguna sjálfa • Marinetti sagðist gera það að venju sinni að selja sama miðann að minnsta kosti tíu sinnum til að koma af stað uppþotum meðal áhorfenda fyrir sýninguna • Þetta bragð tengdist einnig upphafningu á ofbeldi sem var eitt af einkennum ítalska fútúrismans Valdimar Stefánsson 2006

  10. Myndlist: Fæðing borgar e. Boccioni (1910) Valdimar Stefánsson 2006

  11. Myndlist: Jarðarför stjórnleysingjans Galli e. Carrà (1911) Valdimar Stefánsson 2006

  12. Myndlist:Abstrakt hraði + hljóð e. Balla (1915) Valdimar Stefánsson 2006

  13. Fútúrisminn í ljósi aðstæðna • Ítölski fútúrisminn var bæði andsvar og andstæða hnignunarstefnunnar sem átt hafði blómaskeið sitt fyrir aldamótin 1900 • Hnignunarskáldin voru hugfangin af hvers kyns endalokum og dauða en fútúristarnir dýrkuðu nýtt upphaf • Þeir trúðu á endurfæðingu með hjálp tækninýjunga nútímans og algjör skil við fortíðina Valdimar Stefánsson 2006

  14. Fútúrismi og fasismi • Dýrkun ítölsku fútúristanna á hvers kyns stríðstólum, sem var svo sem í samræmi við tæknihyggju þeirra, leiddi þá til almennrar hernaðardýrkunar • Hún ásamt upphafningu á ofbeldi færði þá síðan beint í fangið á fasismanum er hann kom upp • Árið 1922 var Marinetti gerður að opinberum talsmanni fasískrar menningar og textasafn hans frá 1924, Fútúrismi og fasismi, var tileinkað Mussolini Valdimar Stefánsson 2006

  15. Rússneskur fútúrismi • Fútúrisminn í Rússlandi átti sitt blómaskeið á árunum 1912-1916 og var hliðstæður þeim ítalska • Rússarnir vildu þó ekkert með skoðanabræður sína á Ítalíu hafa og sögðu þá einungis vera að stæla sig • Þó var munur á hreyfingunum, ítalski fútúrisminn var róttækari en sá rússneski og snerist meira um tækni og vélar þótt bæði hafi skipað háan sess hjá Rússunum Valdimar Stefánsson 2006

  16. Rússneskur fútúrismi • Í fyrsta ávarpi sínu, Almennum smekk gefið á kjaftinn, sem gefið var út 1912 lýsa þeir því meðal annars yfir að það sé skýlaus réttur skálda að hata tungumálið eins og það var fyrir þeirra daga • Rússnesku fútúristarnir vildu að listin væri samhengislaus, því þannig þótti þeim nútímaborgarlíf vera • Þeir töldu vélvæðinguna hafa áhrif á vitundarlíf mannsins en gengu ekki svo langt að segja hana umbreyta því Valdimar Stefánsson 2006

  17. Rússneskur fúturismi: MyndlistRauður rayonismi e. Larinov (1913) Valdimar Stefánsson 2006

  18. Rússneskur fúturismi: MyndlistReiðhjólamaðurinn e. Chondrarova (1913) Valdimar Stefánsson 2006

  19. Dada • Flestar framúrstefnuhreyfingar sem spruttu upp í aðdraganda og á tímum fyrri heimsstyrjaldar reyndu að laga formgerð listarinnar að nútímavæddu samfélagi • Þeir sem aðhylltust hreyfingar kenndar við dada og síðar súrrealisma gengu þó enn lengra því þeir töldu að í nútímasamfélagi væri ekki lengur neitt rúm fyrir hefðbundin listform • Dadaistar töldu þannig að veruleiki nútímans væri of sundurlaus og viðsjárverður til þess að hægt væri að tjá hann á hefðbundinn hátt Valdimar Stefánsson 2006

  20. Upphaf Dada • Dada á rætur að rekja til Zürich í Sviss en þangað flykktust flóttamenn, friðarsinnar og menntamenn hvaðanæva úr Evrópu í fyrri heimsstyrjöldinni • Margir listamenn og skáld voru sannfærðir um að dýrkun Vesturlanda á tækni og framförum samfara oftrú á rökhugsun á kostnað tilfinninga hefðu valdið styrjöldinni • Klúbburinn Cabaret Voltaire sem stofnaður var af forsvarsmönnum dadaista árið 1916 varð helsta miðstöð hreyfingarinnar Valdimar Stefánsson 2006

  21. Forvígismenn Dada • Ólíkt fútúristahreyfingunni ítölsku var enginn einn forkólfur dadahreyfingarinnar • Helstu forvígismennirnir í upphafi voru rúmensku flóttamennirnir Tristan Tzara og Marcel Janco, þýski rithöfundarnir Hugo Ball og Richard Huelsenbeck, auk Frakkans Hans Arp • Í upphafi bar mest á Tristan Tzara og einkum í gegnum stefnuyfirlýsingar sem hann stóð fyrir Valdimar Stefánsson 2006

  22. Klofningur innan Dada • Strax um 1917 tók að bera á klofningi innan hreyfingarinnar og brátt stofnuðu Þjóðverjarnir nýjan dadahóp í Berlín ásamt róttækum heimalistamönnum • Þessi hópur stofnaði Dadaklúbbinn í Berlín 1918 og varð strax mjög áberandi í listalífi borgarinnar • Berlínarhópurinn var jafnvel enn rótækari en Zürichhópurinn í andstöðu sinni við hvers kyns hefðbundin listform Valdimar Stefánsson 2006

  23. Klofningur innan Dada • Eftir stríðið myndaðist öflug dadahreyfing í París og bar þar enn mest á fyrrnefndum Tristan Tzara auk franska listamannsins André Bretons • Enn tók að bera á ósætti og snerist það nú einkum um þá skipulögðu afstöðu og þjóðfélagsgagnrýni sem Breton á að hafa staðið fyrir • Lauk því með viðskilnaði Bretons við hreyfinguna og gekk hann þess í stað til fylgis við hina nýju súrealistahreyfingu Valdimar Stefánsson 2006

  24. Einkenni Dada • Eitt megineinkenni dadahreyfingarinnar er höfnun á rökhyggju Vesturlanda sem þeir töldu vera orsök fyrri heimsstyrjaldarinnar • Að vissu leyti mætti þó segja að grundvallarafstaða dadaista byggist einmitt á rökhugsun og því að átta sig á takmörkunum skynseminnar • Skynsemin færði þeim þannig heim sanninn um að skynsemin væri orðin viðsjárverð Valdimar Stefánsson 2006

  25. Dada – úr stefnuyfirlýsingum • Við höfum afráðið að sameina margvíslega starfsemi okkar undir heitinu Dada. Við fundum Dada, við erum Dada og við höfum Dada. Dada fannst í orðabók, það merkir ekki neitt • Við stöndum hér án ásetnings, við höfum ekki einu sinni þann ásetning að skemmta eða veita ykkur afþreyingu • Richard Huelsenbeck; Tilkynning flutt í „Cabaret Voltaire“ á vordögum árið 1916 Valdimar Stefánsson 2006

  26. Dada – úr stefnuyfirlýsingum • Ég skrifa stefnuyfirlýsingu og ég vil ekki neitt, þó segi ég ákveðna hluti og samkvæmt lífsreglu er ég andsnúinn stefnuyfirlýsingum, alveg eins og ég er andsnúinn lífsreglum • Ég skrifa þessa stefnuyfirlýsingu til að sýna fram á að hægt er að afhefjast tvennt í einu, í sama ferska andardrættinum; ég er andsnúinn aðgerðum; hlynntur linnulausum þversögnum og einnig staðhæfingum, ég er hvorki með né á móti og ég skýri ekki neitt af því ég fyrirlít heilbrigða skynsemi • Tristan Tzara; Stefnuyfirlýsing dada 1918 Valdimar Stefánsson 2006

  27. Dada – úr stefnuyfirlýsingum • Dadaisminn fer fram á: • 1. að stofnuð verði alþjóðleg byltingarsamtök allra skapandi og andlegra manneskja heimsins, grundvölluð á róttækum kommúnisma • 2. að innleitt verði stigvaxandi atvinnuleysi með víðtækri vélvæðingu á öllum athafnasviðum. Aðeins með atvinnuleysinu fær einstaklingurinn tök á að sannfærast um sannleika lífsins og semja sig loks að reynsluheimi þess • Hausmann, Huelsenbeck, Golisjeff; Hvað er dadaisminn og hvað vill hann í Þýskalandi? 1919 Valdimar Stefánsson 2006

  28. Dada – úr stefnuyfirlýsingum • RÍKISSTJÓRNINNI ER STEYPT. HVER STENDUR FYRIR ÞVÍ? DADA • Fútúristinn er dauður. Úr hverju? Úr DADA • Ung stúlka fyrirfer sér. Hvers vegna? Vegna DADA • Menn ná símasambandi við andana. Og hver er uppfinningamaðurinn? DADA • Einhver stígur á tærnar á ykkur. Það er DADA • E. Varèse, Tr. Tzara o. fl.; Dada kemur öllu í uppnám 1921 Valdimar Stefánsson 2006

  29. Dada – MyndlistHatturinn skapar manninne. Max Ernst (1920) Valdimar Stefánsson 2006

  30. Dada – Myndlist Aquis Submersus Max Ernst 1921 Valdimar Stefánsson 2006

  31. Dada – Myndlist Francis Picabia Vél snýst 1916 - 1918 Valdimar Stefánsson 2006

  32. Dada – Myndlist Gjöfin Man Ray 1921 Valdimar Stefánsson 2006

  33. Dada – Myndlist Gosbrunnur Marcel Duchamp 1917 Valdimar Stefánsson 2006

More Related