1 / 15

Texti Þórhallur Þorvaldsson Uppsetning og hönnun Guðmann Þorvaldsson 2006

Síðasta aftakan á Austurlandi. Texti Þórhallur Þorvaldsson Uppsetning og hönnun Guðmann Þorvaldsson 2006. Síðasta aftakan á Austurlandi. Eiríkur Þorláksson f. 1763 - d. 1786 Fæddur að Þorgrímsstöðum í Breiðdal . Vistaðist um tíma hjá séra Gísla Sigurðssyni í Eydölum.

naava
Télécharger la présentation

Texti Þórhallur Þorvaldsson Uppsetning og hönnun Guðmann Þorvaldsson 2006

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Síðasta aftakan á Austurlandi Texti Þórhallur Þorvaldsson Uppsetning og hönnun Guðmann Þorvaldsson 2006

  2. Síðasta aftakan á Austurlandi Eiríkur Þorláksson f. 1763 - d. 1786 Fæddur að Þorgrímsstöðum í Breiðdal . Vistaðist um tíma hjá séra Gísla Sigurðssyni í Eydölum. Umsögn Gísla um Eirík var þannig… Latur, kærulaus um kristin fræði, hneigður til stráksskapar, þjófnaðar og brotthlaup úr vistum.

  3. Síðasta aftakan á Austurlandi Þeir sem fylgdu Eiríki í þjófnaði voru… Gunnsteinn Árnason frá Geldingi í Breiðdal og Jón Sveinsson úr Breiðdal. Jón vildi slíta samvistum við hina en Eiríkur tók því víðsfjærri og neyddi hann til vistar með þeim félögum. Hann var þá orðinn sjúkur og vildi leita hjálpar í byggð en Eiríkur aftók það með öllu.

  4. Síðasta aftakan á Austurlandi Þeir félagar höfðustu við á Naphorns-klettum rétt við Streiti við Djúpavog. Þá var Jón orðinn mjög veikur. Síðar, 27. maí 1784, leiddist Eiríki veikindatalið í Jóni, svo hann tunguskar manninn og stakk hann svo með hnífi í brjóstið. Það varð hans bani. Líkið fannst 6 dögum síðar.

  5. Síðasta aftakan á Austurlandi Nú fluttu misyndismennirnir sig austur á bóginn. Fljótlega voru þeir Eiríkur og Gunnsteinn teknir fyrir sauðaþjófnað á Melrakkanesi í Álftafirði og dæmdir af Jóni Sveinssyni sýslumanni á Eskifirði. Þótti fullvíst að þeir félagar væru viðriðnir dauða Jóns. Voru þeir nú ásakaðir og handteknir fyrir morðið á honum.

  6. Síðasta aftakan á Austurlandi Jón Sveinsson, sýslumaður Sunnmýlinga, fékk mál þeirra til meðferðar og voru sakamennirnir fluttir til Eskifjarðar og geymdir í dýflissu. Með þeim Eiríki og Gunnsteini var 18 ára piltur úr Mjóafirði, Sigurður Jónsson. Hann var ólæs og skrifandi, dæmdur fyrir þjófnað og hafði náðst út í Helgustaðahreppi.

  7. Síðasta aftakan á Austurlandi Þeir struku úr fangageymslunni og stálu sér mat frá sýslumanni. Litlu síðar voru þeir svo gripnir af bóndanum á Sigmundarhúsum. Síðar voru þeir fluttir í kofabyrgi við bæinn Borgir sunnan Eskifjarðarár. Þann vetur afát Eiríkur félaga sína í fangavistinni.

  8. Síðasta aftakan á Austurlandi Eiríkur beið við gluggann og tók við matnum sem þeim öllum var ætlaður, hirti bestu bitana en hnúturnar fengu hinir. Sagt var að sýslumannsfrúin hefði verið fastheldin á matinn og sagði Eiríkur síðar að svo naumt hafði frúin skammtað að maturinn hefði rétt dugað handa sér einum.

  9. Síðasta aftakan á Austurlandi Sýslumaður var í Danmörku í fremur vondum málum, vegna þess sem gerðist. 18. júlí, árið 1786, var settur upp héraðsréttur til að fara með mál Eiríks. Síðan fór málið fyrir Kanselíið í Kaupmannahöfn og afgreitt í leyniráði 11. janúar 1786. 20. janúar 1786 staðfesti konungur í Kristjánsborg dóminn.

  10. Síðasta aftakan á Austurlandi 30. september 1786 var Eiríkur, úr Eydalasókn, hálshöggvinn á Mjóeyri við Eskifjörð. Erfiðlega gekk að fá mann til að gegna hlutverki böðuls. Seint og um síðir gaf sig fram til starfsins Björn frá Tandrastöðum í Norðfirði og launin sem hann fékk fyrir verkið voru 4 ríkisdalir og 48 skildingar.

  11. Síðasta aftakan á Austurlandi Annar maður, Oddur frá Krossanesivið Reyðarfjörð, var umsjónarmaður starfsins. Um hann var þetta kveðið Með öxinni hjó hann ótt og títt sem óður skollinn. Herra Oddur hélt í kollinn, hinir litu blóðs í pollinn.

  12. Síðasta aftakan á Austurlandi Sagt var að Björn, böðullinn, hafi verið búinn að drekka mikið áður en hann hóf embættisverk sitt og gekk aftakan því illa. Segir sagan að svo óhönduglega hafi böðli til tekist að eftir fjórða eða fimmta högg var Eiríkur enn með lífsmarki.

  13. Síðasta aftakan á Austurlandi Dönskum skipstjóra, Jörgen Pedersen Borg, af húkkortunni Keflavík, ofbauð aðfarirnar, hundskammaði böðulinn og var það til þess að Björn lauk verkinu í 7 höggum. Til siðs var að prestar eða biskupar væru vitni að aftökum. Séra Jón Högnason á Hólmum í Reyðarfirði var viðstaddur atburð þennan.

  14. Síðasta aftakan á Austurlandi Líkamsleifar Eiríks voru grafnar í túninu á Mjóeyri neðanlega á eyrinni. Grafið var niður á leiðið á Mjóeyri 1905 eða 1906 og fannst þá karlmannsbeinagrind og höfuðið við hlið hennar. Sagt er að aftökuöxin sé geymd á Sjóminjasafni Austurlands á Eskifirði.

  15. Von okkar er sú að þessi stutta sýning megi vera til þess að auðga þekkingu manna á þeim atburði sem fjallað var um. Lifið heil! Guðmann og Þórhallur Þorvaldssynir

More Related