1 / 16

Nýjar reglur um takmarkanir á tóbaksreykingum á veitinga- og skemmtistöðum.

Nýjar reglur um takmarkanir á tóbaksreykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Ágúst Geir Ágústsson 29. mars 2007. Núgildandi reglur. Tóbaksreykingar heimilar á afmörkuðum svæðum innandyra í þjónusturými veitinga- og skemmtistaða. Skilyrði: Að fullnægjandi loftræsting sé tryggð.

ray
Télécharger la présentation

Nýjar reglur um takmarkanir á tóbaksreykingum á veitinga- og skemmtistöðum.

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Nýjar reglur um takmarkanir á tóbaksreykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Ágúst Geir Ágústsson 29. mars 2007

  2. Núgildandi reglur • Tóbaksreykingar heimilar á afmörkuðum svæðum innandyra í þjónusturými veitinga- og skemmtistaða. • Skilyrði: • Að fullnægjandi loftræsting sé tryggð. • Að meiri hluti veitingarýmis sé reyklaus. • Að aðgangur að reyksvæði liggi ekki um reyklaus svæði. • Engar takmarkanir á reykingum á útisvæðum.

  3. Nýjar reglur, sbr. lög nr. 83/2006 • Algjört reykingabann í þjónusturýmum veitinga- og skemmtistaða. • Takmarkanir á tóbaksreykingum á útisvæðum. • Kemur til framkvæmda 1. júní 2007.

  4. Nýjar reglur, sbr. lög nr. 83/2006Þjónusturými • Þjónusturými – skilgreining: • Öll húsakynni undir þaki, föstu eða hreyfanlegu, svo og samkomutjöld og sýningartjöld, sem almenningur hefur aðgang að vegna viðskipa og veittrar þjónustu og þátttöku í menningar- og félagsstarfssemi, þ.m.t. áhorfendasvæði, biðstofur, gestamóttaka, forstofur, gangar, snyrtiherbergi o.fl.

  5. Nýjar reglur, sbr. lög nr. 83/2006Útisvæði • Tóbaksreykingar eru óheimilar á útisvæðum veitinga- og skemmtistaða nema þau séu nægjanlega opin til að tryggja viðunandi loftstreymi. • Ráðherra falið að kveða nánar á um þetta í reglugerð.

  6. ÚtisvæðiDrög að reglugerð • Reykingar eru heimilar á útisvæði ef: • Það er undir beru lofti • Það afmarkast að hámarki af veggjum á þrjá vegu og tryggt er nægjanlegt loftstreymi upp í gegnum þak eða meðfram þakskeggi. • Skilyrði að reykur berist ekki inn í þjónusturými eða nærliggjandi húsnæði.

  7. Reykingar starfsmanna • Reykingaafdrep heimiluð enda eigi almenningur (viðskipavinir) ekki aðgang að þeim. • Tryggja þarf fullnægjandi loftræstingu og að reykloft berist ekki inn á reyklaus svæði.

  8. Eftirlit • Eftirfarandi stjórnvöld fara með eftirlit á sviði tóbaksvarna: • Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga • Vinnueftirlit ríkisins • Siglingastofnun • Flugmálastjórn

  9. Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga • Heilbrigðisnefndir hafa eftirlit með því: • Að reykingabann í þjónusturýmum sé virt. • Viðskiptavinur getur beint kvörtun til viðkomandi heilbrigðisnefndar. • Að útisvæði þar sem reykingar eru heimilar séu í samræmi við þær reglur sem settar verða.

  10. Heilbrigðisnefndir sveitarfélagafrh. • Eftirlitsúrræði heilbrigðisnefnda • Geta krafist úrbóta og lagfæringa á ólögmætu ástandi. • Áminning. • Áminning og frestur til úrbóta. • Heimild til að beita dagsektum ef úrbótum er ekki sinnt. • Stöðvun eða takmörkun á viðkomandi starfssemi. • Afturköllun starfsleyfis.

  11. Úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir. • Heimilt að skjóta ákvörðunum heilbrigðisnefnda, m.a. um beitingu eftirlitsúrræða, til úrskurðarnefndarinnar. • Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir innan stjórnsýslunnar.

  12. Vinnueftirlit ríkisins • Hefur eftirlit með því að hver starfsmaður fái notið réttar til reyklaust andrúmslofts innan dyra á vinnustað sínum. • Starfsmenn geta beint kvörtunum til Vinnueftirlits ríkisins.

  13. Vinnueftirlit ríkisinsfrh. • Eftirlitsúrræði vinnueftirlitsins: • Geta krafist úrbóta og lagfæringa á ólögmætu ástandi. • Heimild til að beita dagsektum. • Geta látið stöðva vinnu eða loka starfssemi ef úrbótum er ekki sinnt.

  14. Vinnueftirlit ríkisinsfrh. • Ákvarðanir Vinnueftirlits ríkisins eru kæranlegar til félagsmálaráðuneytisins.

  15. Úrræði gagnvart viðskipavinum sem brjóta gegn reykingabanni. • Áminning af hálfu umráðamanns veitingastaðar eða fulltrúa hans. • Heimilt að vísa viðskipavini út ef hann lætur ekki segjast. • Getur varðað viðskipavin sektum haldi hann áfram að reykja þrátt fyrir skýr tilmæli um að hætta því.

  16. Takk fyrir!

More Related