1 / 53

Viðmiðunarreglur um áhættuþætti – Kynning fyrir tilkynningarskylda aðila 12. apríl 2019

Viðmiðunarreglur um áhættuþætti – Kynning fyrir tilkynningarskylda aðila 12. apríl 2019. Helga Rut Eysteinsdóttir, Lagalegt eftirlit og vettvangsathuganir. Áhættumat skv. l. nr. 140/2018. Áhættumat – 5. gr. laga nr. 140/2018. Krafa um gerð áhættumats – 5. gr. laganna

rflowers
Télécharger la présentation

Viðmiðunarreglur um áhættuþætti – Kynning fyrir tilkynningarskylda aðila 12. apríl 2019

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Viðmiðunarreglur um áhættuþætti – Kynning fyrir tilkynningarskylda aðila 12. apríl 2019 Helga Rut Eysteinsdóttir, Lagalegt eftirlit og vettvangsathuganir

  2. Áhættumat skv. l. nr. 140/2018

  3. Áhættumat – 5. gr. laga nr. 140/2018 • Krafa um gerð áhættumats – 5. gr. laganna • áhættumat á rekstri og viðskiptum • skrifleg greining og mat á hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skal m.a. taka mið af áhættuþáttum sem tengjast: • viðskiptamönnum • viðskiptalöndum eða svæðum • vörum, þjónustu, viðskiptum • tækni • dreifileiðum • Matið skal taka mið af stærð, eðli og umfangi á starfsemi TA og margbreytileika starfseminnar og vera notað við áhættumiðað eftirlit með samningssamböndum og viðskiptum

  4. Áhættumat – 5. gr. laga nr. 140/2018 – frh. • Uppfært á tveggja ára fresti eða oftar ef tilefni er til • Ávallt skal framkvæma áhættumat áður en nýjar vörur eða þjónusta er sett á markað og þegar teknar eru í notkun nýjar dreifileiðir og ný tækni • FME afhent afrit af áhættumati sé þess óskað • Undanþága frá gerð áhættumats: • sýnt fram á að tiltekin starfsemi eða viðskipti séu þess eðlis að áhættuþættir eru skýrir og þekktir og viðeigandi ráðstafanir til að draga úr þekktri áhættu eru til staðar • Skjalfest stefna, stýringar og verkferlar til að draga úr og stýra áhættu – yfirstjórn samþykkir • Reglugerð um áhættumat verður gefin út í lok apríl

  5. Viðmiðunarreglur um áhættuþætti

  6. Almennt • Af hverju viðmiðunarreglur? • Settar á grundvelli reglugerða sem settu evrópsku eftirlitsstofnanirnar (e. ESA´s) á fót • Endurspegla álit ESA´s á bestu framkvæmd • Fjármálaeftirlit og tilkynningarskyldir aðilar skulu kappkosta að fara eftir þeim • Viðmiðunarreglur um áhættuþætti – JC 2017 37 • Áhættuþættir til hliðsjónar við mat á hættu í tengslum við samningssambönd eða einstök viðskipti • Áhersla á áhættumat á einstökum samböndum eða viðskiptum – en má nýta við gerð heildstæðs áhættumats • Ekki tæmandi talning – hafa þarf hliðsjón af öðrum þáttum eftir því sem við á.

  7. Áhættumat og áhættustýring – almennt • Viðmiðunarreglurnar skiptast í tvo hluta: • Title II er almennur og á við um alla TA • Title III er sértækur varðandi einstaka markaði – ávallt skal lesa þessa tvo hluta í samhengi við hvorn annan • Aðferðir TA við að meta og stýra hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í tengslum við samningssambönd og einstök viðskipti skal fela í sér eftirfarandi: • Áhættumat þvert á starfsemina (e. business-wideriskassessment) • Áreiðanleikakönnun • Heildræn sýn • Eftirlit og endurmat

  8. Áhættumat – Greining áhættu

  9. Upplýsingar við áhættumat • Notast skal við fjölbreyttar upplýsingar, þar sem mögulegt – hvort sem er upplýsinga er aflað sjálfstætt eða í gegnum gagnagrunna • Ákvörðun um tegundir og fjölda heimilda eiga að vera áhættumiðaðar • TA eiga ávallt að hafa hliðsjón af: • áhættumati ESB • upplýsingum frá stjórnvöldum, s.s. áhættumati sem gefið er út af lögbærum stjórnvöldum í þeim ríkjum sem TA starfar í, stefnumótun og viðvörunum auk skýringa við löggjöf • upplýsingum frá eftirlitsaðilum, svo sem leiðbeiningum • upplýsingum frá skrifstofu fjármálagreininga lögreglu (SFL) og löggæslustofnunum, s.s. um ógnir, viðvaranir og aðferðir • upplýsingum sem hefur verið aflað við áreiðanleikakannanir

  10. Upplýsingar við áhættumat – frh. • Aðrar upplýsingar sem hægt er að hafa til hliðsjónar eru m.a.: • kunnátta og sérfræðiþekking innan TA • upplýsingar frá hagsmunasamtökum TA, s.s. varðandi aðferðir og hættumerki • opinberar upplýsingar um viðskiptalönd, t.d. um spillingu og gagnsæi • upplýsingar frá alþjóðlegum stofnunum og aðilum, s.s. úttektarskýrslur og válistar (t.d. FATF) • upplýsingar skv. trúverðugum og áreiðanlegum opinberum heimildum • upplýsingar frá trúverðugum og áreiðanlegum einkaaðilum, s.s. áhættumats- og greiningarskýrslur • upplýsingar frá tölfræði- og fræðastofnunum

  11. Áhættumat – Áhættuþættir

  12. 1) Viðskiptamenn

  13. Viðskiptamenn – almennt • Við mat á áhættu tengdri viðskiptamönnum, þ.á.m raunverulegum eigendum, skal hafa hliðsjón af áhættu tengdri: • viðskiptum eða starfsemi viðskiptamanns og raunverulegs eiganda • orðspori viðskiptamanns og raunverulegs eiganda, og; • eðli og hegðun viðskiptamanns og raunverulegs eiganda

  14. a) Viðskiptamenn og raunverulegir eigendur - starfsemi • Áhættuþættir sem kunna að vera viðeigandi eru: • tengsl við geira sem eru almennt þekktir fyrir meiri hættu á: • spillingu: s.s. verktakageirinn, lyfjageirinn, heilbrigðisgeirinn, vopna- og öryggisgeirinn, jarðefnavinnsla og opinber innkaup • peningaþvætti: gjaldeyrisskipti, peningasendingar, spilavíti og seljendur eðalmálma • tengsl við geira sem fela í sér mikil reiðufjárviðskipti • í tilvikum lögaðila, fjárvörslusjóða eða sambærilegra aðila, hver er tilgangur stofnunar þeirra? • er um að ræða einstakling í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla (e. Politicallyexposedperson – PEP)? – aukin áreiðanleikakönnun, sbr. 17. gr. laganna • eru lagalegar skyldur til opinberrar upplýsingagjafar, t.d. skráð félög? • er um að ræða annan TA sem kemur frá svæði með fullnægjandi varnir og lýtur eftirliti? • er um að ræða aðila í opinberri stjórnsýslu eða fyrirtæki frá svæði þar sem er lítil spilling? • er bakgrunnur viðkomandi í samræmi við það sem TA veit um fyrri, núverandi og fyrirhuguð viðskipti, veltu, uppruna fjármuna og uppruna auðs?

  15. b) Viðskiptamenn og raunverulegir eigendur – orðspor • Áhættuþættir sem kunna að vera viðeigandi: • óhagstæð fjölmiðlaumfjöllun eða aðrar heimildir, t.d. ásakanir um glæpsamlegt athæfi og hryðjuverk • frysting eigna viðkomandi eða þekktra samstarfsmanna • tilkynningar til lögreglu um grun • upplýsingar um heiðarleika, sem hafa t.d. myndast vegna langvarandi samningssambands

  16. c) Viðskiptamenn og raunverulegir eigendur– eðli og hegðun • Áhættuþættir sem kunna að vera viðeigandi: • eru lögmætar ástæður fyrir því að hann er ófær um að sanna á sér deili, þar sem hann er e.t.v. hælisleitandi? • eru efasemdir um áreiðanleikapersónuskilríkja viðkomandi? • eru vísbendingar um að viðkomandi forðist að stofna til samningssambands – t.d. vill viðskiptamaður eiga ein viðskipti eða nokkur einstök viðskipti þegar stofnun samningssambands væri hagkvæmari? • er eignarhald og stjórnskipulag gagnsætt og eðlilegt? Ef tíðar breytingar á eignarhaldi – er eðlileg ástæða fyrir þeim?

  17. c) Viðskiptamenn og raunverulegir eigendur– eðli og hegðun frh. • Áhættuþættir sem kunna að vera viðeigandi: • flóknar, óvenjulegar eða óvænt háar færslur eða viðskiptamynstur án augljóss efnahagslegs og lagalegs tilgangs? • nauðsynjalaus eða óréttmæt leynd? • getur viðkomandi gert auðveldlega grein fyrir uppruna auðs og fjármuna, t.d. í tengslum við starf, arf eða fjárfestingar? • eru vörur og þjónusta nýttar á þann hátt sem gert var ráð fyrir í upphafi samningssambands? • í tilviki erlendra aðila, gætu þarfir þeirra verið betur uppfylltar annars staðar? • er um að ræða góðgerðafélag, sem gæti verið misnotað til þess að fjármagna hryðjuverk?

  18. 2) Viðskiptalönd eða svæði

  19. Viðskiptalönd eða svæði – Almennt • Við mat á áhættu tengdri viðskiptalöndum eða svæðum, skal hafa hliðsjón af áhættu tengdri: • þeim lögsögum sem viðskiptavinur og raunverulegur eigandi eru með aðsetur • þeim lögsögum sem viðskiptavinur og raunverulegur eigandi stunda aðallega starfsemi sína • þeim lögsögum sem viðskiptavinur og raunverulegur eiganda hafa viðeigandi persónuleg tengsl

  20. Viðskiptalönd eða svæði – skilvirkni AML/CFT • Áhættuþættir sem TA skulu hafa til hliðsjónar eru m.a.; • er um að ræða áhættusöm eða ósamvinnuþýð þriðju ríki – sbr. 6. gr. laganna og reglugerð nr. 71/2019? • ávallt framkvæma aukna áreiðanleikakönnun skv. 14. gr. laganna • eru upplýsingar úr fleiri en einni trúverðugri og áreiðanlegri heimild um gæði AML/CFT eftirlits?

  21. Viðskiptalönd eða svæði – fjármögnun hryðjuverka • Áhættuþættir sem TA skulu hafa til hliðsjónar eru m.a.: • eru fyrirliggjandi upplýsingar, t.d. frá löggæsluyfirvöldum eða öðrum trúverðugum og áreiðanlegum heimildum, sem gefa til kynna fjármögnun hryðjuverka eða starfsemi hryðjuverkahópa • sætir landið eða svæðið alþjóðlegum þvingunaraðgerðum, viðskiptabanni eða aðgerðum tengdum hryðjuverkum, fjármögnun hryðjuverka eða útbreiðslu gereyðingarvopna, t.d. af hálfu SÞ eða ESB?

  22. Viðskiptalönd eða svæði – Gagnsæi og skattamál • Áhættuþættir sem TA skulu hafa til hliðsjónar eru m.a.: • eru upplýsingar frá fleiri en einni trúverðugri og áreiðanlegri heimild um að ríkið sé talið uppfylla alþjóðlega staðla hvað varðar gagnsæi í skattamálum og miðlun upplýsinga? • Hafa verið stofnsettar áreiðanlegar og aðgengilegar skrár yfir raunverulega eigendur?

  23. Viðskiptalönd eða svæði – Frumbrot • Áhættuþættir sem TA skulu hafa til hliðsjónar eru m.a.: • eru upplýsingar úr fleiri en einni trúverðugri og áreiðanlegri heimild um: • hver eru frumbrot peningaþvættis, t.d. spilling, skipulögð brotastarfsemi, skattalagabrot og fjársvik? • saksóknar- og dómskerfi landsins og getu þess til að rannsaka og ákæra fyrir þessi brot?

  24. 3) Vörur, þjónusta og færslur

  25. Vörur, þjónusta og færslur – Almennt • Við mat á áhættu skal hafa hliðsjón af áhættu tengdri: • gagnsæi og skýrleika sem boðið er upp á • flækjustigi • verðmæti og stærð

  26. a) Vörur, þjónusta og færslur - Gagnsæi • Áhættuþættir sem TA skulu hafa til hliðsjónar eru m.a: • að hvaða marki leyfir varan eða þjónustan viðskiptamanninum eða raunverulegum eigendum að vera nafnlaus og greiðir fyrir því að dylja deili á viðkomandi? • að hvaða marki er mögulegt fyrir þriðja aðila sem er ekki hluti af samningssambandinu að gefa fyrirmæli, t.d. þegar um er að ræða viðskipti tilkynningarskyldra aðila?

  27. b) Vörur, þjónusta og færslur – Flækjustig • Áhættuþættir sem TA skulu hafa til hliðsjónar eru m.a.: • að hvaða marki eru viðskipti flókin og varða þau marga aðila og mörg viðskiptalönd, t.d. í tilviki viðskiptafjármögnunar (e. tradefinance)? • að hvaða marki eru greiðslur frá þriðja aðila og ofgreiðslur leyfðar þar sem þess væri ekki venjulega vænst? • skilur TA þær áhættur sem fólgnar eru í nýjum og nýstárlegum vörum eða þjónustu, sérstaklega þegar um er að ræða notkun nýrrar tækni eða greiðsluleiða?

  28. c) Vörur, þjónusta og færslur – umfang • Áhættuþættir sem TA skulu hafa til hliðsjónar eru m.a.: • að hvaða marki krefjast varan eða þjónustan mikilla reiðufjárviðskipta? • að hvaða marki greiða vörur og þjónusta fyrir eða hvetja til hárra færslna? Eru einhver mörk á færslum sem gætu takmarkað notkun vöru eða þjónustu til að koma í veg fyrir hættuna?

  29. 4) Dreifingarleiðir

  30. Dreifingarleiðir – Almennt • Við mat á áhættu skal hafa hliðsjón af áhættu tengdri: • viðskiptum sem eru stunduð í fjarsölu • milliliðum sem TA notar og samband þess við TA

  31. Dreifingarleiðir – fjarsala og milliliðir • Áhættuþættir sem TA skulu hafa til hliðsjónar eru m.a.: • er viðskiptamaðurinn á staðnum til þess að sanna á sér deili? Ef ekki, eru notaðar áreiðanlegar leiðir til þess að framkvæma áreiðanleikakönnun? • kom viðskiptamaðurinn í viðskipti fyrir tilstilli annars aðila innan sömu samstæðu og ef svo er, að hve miklu marki er hægt að treysta á mat viðkomandi á því að samningssambandið leiði ekki til aukinnar hættu? • komu viðskipti til fyrir tilstilli þriðja aðila? - sjá 18. gr. laganna • komu viðskipti til fyrir tilstilli einkaumboðsmanns (e. tiedagent)? • ef umboðsaðilar eða einkaumboðsmenn eru notaðir, að hve miklu leyti eru þeir tengdir áframhaldandi samningssambandi?

  32. Mat á áhættuþáttum

  33. Mat á áhættu – Almennt • Taka þarf áhættuþættina til skoðunar með heildrænum hætti og þeir saman munu segja til um hversu mikil hætta á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er tengd samningssambandinu eða einstökum viðskiptum • Í því sambandi geta TA ákveðið að vega áhættuþætti með mismunandi hætti eftir því hversu viðeigandi þeir eru

  34. Mat á áhættu – vigt áhættuþátta – drög að reglugerð • Tilgreina skal í aðferðafræði hvaða áhættuflokka TA nota, viðmið að baki hverjum flokki og vægi hvers áhættuþáttar • Þegar einstakur áhættuþáttur er metinn skulu TA að lágmarki tryggja að: • einn matsþáttur hafi ekki óeðlileg áhrif til lækkunar á áhættuflokkun, • ákvörðun um vægi einstakra áhættuþátta komi ekki í veg fyrir að samningssambönd geti verið flokkuð sem mikil áhætta, • fjárhagsleg og hagnaðardrifin sjónarmið hafi ekki áhrif á áhættuflokkun, • ákvæði laga nr. 140/2018 varðandi tilvik þar sem ávallt á að beita aukinni áreiðanleikakönnun gangi alltaf framar en áhættuflokkun tilkynningarskylds aðila, • möguleiki sé á að ganga fram hjá sjálfvirkri áhættuflokkun þar sem það er talið nauðsynlegt. Skjalfesta skal rökstuðning fyrir slíkri ákvörðun. • Heimilt að nota sjálfvirk upplýsingatæknikerfi í áhættumati í því skyni að flokka samningssambönd og einstök viðskipti – rökstyðja þarf fyrir eftirlitsaðilum hvernig kerfið virkar og hvernig það sameinar áhættuþætti til að komast að niðurstöðu m áhættuflokkun.

  35. Áhættustýring

  36. Áhættustýring – almennt • Áhættumat TA á að gagnast til að greina hvar beina á athyglinni í áhættustýringu tengdri AML/CFT, bæði við upphaf viðskipta og meðan á samningssambandi stendur • TA verða að beita öllum þáttum áreiðanleikakönnunar í 10. gr. laganna en mega ákveða umfang slíkra aðgerða með hliðsjón af áhættumatinu.

  37. Einfölduð áreiðanleikakönnun

  38. Heimildin í lögum • 12. gr. laganna: Hafi áhættumat skv. 4. eða 5. gr. sýnt fram á litla hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er TA heimilt að framkvæma einfaldaða áreiðanleikakönnun í samræmi við áhættumatið og reglugerð um áreiðanleikakönnun skv. a-lið 56. gr. • TA skulu hafa fullnægjandi eftirlit með færslum viðskiptamanna og samningssamböndum sínum til að greina óvenjulegar eða grunsamlegar færslur, þrátt fyrir að framkvæmd hafi verið einfölduð áreiðanleikakönnun á viðskiptamanni skv. 1. mgr.  Ekki um að ræða undanþágu frá gerð áreiðanleikakönnunar – hins vegar má aðlaga umfang, tímasetningu og tegund þeirra aðgerða sem á að grípa til, í samræmi við þá áhættu sem hefur verið greind

  39. Einfölduð áreiðanleikakönnun – mögulegar aðgerðir • Aðgerðirnar sem má beita eru m.a. að: • Aðlaga tímasetningu áreiðanleikakönnunar, t.d. þegar eiginleikar vöru eða færslu takmarka möguleikann á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, t.d. með því að: • sannreyna upplýsingar um viðskiptamann og raunverulegan eiganda meðan á samningssambandinu stendur • sannreyna upplýsingar um sömu aðila þegar ákveðnum fjárhæðarmörkum viðskipta er náð eða þegar viðeigandi tími hefur liðið • Aðlaga umfang upplýsinga aflað til að sanna deili, sannreyna upplýsingar og hafa eftirlit með samningssambandi, t.d. með því að: • sannreyna upplýsingar á grunni upplýsinga frá einum trúverðugum, áreiðanlegum og sjálfstæðum aðila eða, • gera ráð fyrir eðli og tilgangi samningssambands þar sem varan er hönnuð með einn tilgang

  40. Einfölduð áreiðanleikakönnun – mögulegar aðgerðir 3. Aðlaga gæði upplýsinga aflað til að sanna deili, sannreyna upplýsingar eða hafa eftirlit með samningssambandi, t.d. með því að: • taka við upplýsingum frá viðskiptavininum frekar en sjálfstæðum þriðja aðila þegar upplýsingar um raunverulegan eiganda eru sannreyndar (athugið að þetta er ekki heimilt í tilviki viðskiptamanns) • þar sem áhættan er lítil, að reiða sig á uppruna fjármuna til að uppfylla einhverjar af kröfum um áreiðanleikakönnun, t.d. þar sem fjármunir koma frá ríkinu eða þar sem fjármunirnir hafa verið millifærðir af reikningi viðskiptavinar í öðrum TA á EES 4. Aðlaga tíðni uppfærslu á áreiðanleikakönnun, t.d. aðeins við ákveðnar aðstæður s.s. þegar óskað er eftir nýrri vöru eða þegar tilteknum fjárhæðarmörkum er náð 5. Aðlaga tíðni og umfang eftirlits með færslum, t.d. að fylgjast aðeins með færslum yfir ákveðnum fjárhæðarmörkum – mörkin þurfa að vera viðeigandi og kerfi gera TA kleift að sjá ef tengdar færslur ná saman umræddum mörkum

  41. Einfölduð áreiðanleikakönnun – mögulegar aðgerðir • Upplýsingar í tengslum við einfaldaða áreiðanleikakönnun eiga að styðja við niðurstöðu áhættumatsins um litla áhættu • Ekki er um að ræða undanþágu frá því að tilkynna grun til SFL • Ef það eru vísbendingar um að áhættan sé ekki lengur lítil, t.d. þar sem grunur er um að peningaþvætti hafi verið reynt, þarf að beita aukinni áreiðanleikakönnun

  42. Aukin áreiðanleikakönnun

  43. Aukin áreiðanleikakönnun – Almennt • Aukin áreiðanleikakönnun þegar meiri áhætta hefur verið greind til þess að stýra og milda áhættu • Kemur ekki í staðinn fyrir hefðbundna áreiðanleikakönnun heldur kemur til viðbótar • Aukin áreiðanleikakönnun skv. lögum: • flóknar og óvenjulega háar færslur eða óvenjulegt viðskiptamynstur eða færslur sem virðast hvorki hafa efnahagslegan né lögmætan tilgang - 3. mgr. 13. gr. • viðskipti við aðila frá áhættusömum eða ósamvinnuþýðum ríkjum – 14 gr. • viðskipti tilkynningarskyldra aðila – 15. gr. - sjá einnig kafla 1 í viðmiðunarreglunum • PEP´s – 18. gr.

  44. PEP´s – 17. gr. laganna. • Ráðstafanirnar taka mið af áhættunni tengdri samningssambandinu • Uppruni auðs og fjármuna – sannreyndar með því að nota áreiðanlegar og sjálfstæðar upplýsingar þar sem áhættan er sérstaklega mikil • Samþykki yfirstjórnar • Ákvörðun þarf að taka mið af þeirri áhættu sem TA er berskjaldaður fyrir sé aðili tekinn í viðskipti og hversu vel hann er í stakk búinn til að stýra áhættunni með skilvirkum hætti • Aukið reglubundið eftirlit – tryggja að nýjar upplýsingar sem gætu haft áhrif fáist í tíma

  45. Óvenjulegar færslur – 3. mgr. 13. gr. • Viðeigandi stefnur og ferlar til að greina óvenjulegar færslur eða viðskiptamynstur. Ef færslur eru: • hærri en búist mætti við miðað við upplýsingar um viðskiptavin, samningssambandið eða áhættuflokkinn sem hann tilheyrir; • með óvenjulegt og óvænt mynstur samanborið við venjuleg viðskipti eða færslumynstur sambærilegra viðskiptamanna, vara eða þjónustu, eða; • mjög flóknar samanborið við aðrar sambærilegar færslur sambærilegra viðskiptamanna; • eða virðist ekki efnahagslegur eða lögmætur tilgangur eða efasemdir um áreiðanleika þeirra gagna sem hefur verið aflað, skal beita aukinni áreiðanleikakönnun • Aukin áreiðanleikakönnun skal vera fullnægjandi til þess ákvarða hvort að færslur gefi tilefni til gruns og skulu a.m.k fela í sér: • að grípa til réttmætra og fullnægjandi ráðstafana til að skilja bakgrunn og tilgang færslna, t.d. með því að staðfesta uppruna og áfangastað fjármuna eða að grennslast nánar fyrir um starfsemi viðskiptamanns til að ganga úr skugga um líkur á að viðskiptamaður eigi slík viðskipti; og • hafa aukið og tíðara eftirlit með samningssambandinu og síðari færslum

  46. Áhættusöm og ósamvinnuþýð ríki – 14. gr. • Aukin áreiðanleikakönnun í þessum og öðrum áhættusömum tilvikum getur falið í sér að: • Auka umfang upplýsinga um: • deili, eignarhald og stjórnskipulag, orðspor, neikvæðar ásakanir • fyrirhugað eðli samningssambands, t.d. um fjölda, fjárhæð og tíðni færslna, tilgang viðskipta, áfangastað fjármuna, eðli starfsemi viðskiptamannsins • Auka gæði upplýsinga: • krefjast fyrstu greiðslu í gegnum reikning í nafni viðskiptamanns • staðfesta að uppruni auðs og fjármuna sé lögmætur og í samræmi við upplýsingar viðskiptamanns • Auka tíðni eftirlits til að tryggja að áhættu sé stýrt eða komast að niðurstöðu um að áhættan sé ekki lengur í samræmi við áhættuvilja TA: • fjölga athugunum á samningssambandinu til að komast að niðurstöðu um hvort áhættusnið viðskiptamanns hafi breyst og hvort áhættan sé enn viðráðanleg • fá samþykki yfirstjórnar fyrir áframhaldandi viðskiptum • tíðara og dýpra eftirlit með færslum til að greina óvenjulegar og óvæntar færslur sem gætu vakið grun

  47. Eftirlit og endurmat

  48. Áhættumat • Halda matinu ásamt undirliggjandi áhættuþáttum uppfærðu • Meta skal hvort uppfærðar upplýsingar hafi áhrif á áhættumatið • Tryggja kerfi og ferla til að greina hættumerki og leggja mat á áhættu sem kann að hafa áhrif á mat á starfseminni og einstökum áhættumötum • Dæmi um kerfi og ferla: • ferla til að tryggja að innri upplýsingar séu yfirfarnar reglulega til að greina hættumerki • ferla til að tryggja að viðeigandi upplýsingaveitur séu yfirfarnar reglulega: • skoða viðeigandi fjölmiðlaumfjöllun • skoða viðvaranir og skýrslur frá löggæsluyfirvöldum • tryggja að TA sé meðvitaður um breytingar á hryðjuverkavá og þvingunaraðgerðum um leið og þær eru ljósar • skoða upplýsingar frá lögbærum stjórnvöldum

  49. Innra eftirlit og varðveisla gagna • Mikilvægt að TA grípi til ráðstafana til að tryggja að áhættustýringarkerfi þeirra og ferlar, sérstaklega í tengslum við beitingu áreiðanleikakönnunar, séu skilvirk og viðeigandi miðað við starfsemina • TA skulu skrásetja áhættumat sitt á samningssamböndum auk breytinga sem gerðar eru í tengslum við eftirlit og endurmat • Hefur m.a. þann tilgang að sýna eftirlitsaðilum fram á að áhættumat þeirra og áhættustýring sé fullnægjandi

  50. Leiðbeiningar fyrir einstaka markaði

More Related