1 / 13

Íslenska tvö Kafli 2, bls. 105-110

Íslenska tvö Kafli 2, bls. 105-110. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Forsaga íslensku. Flest tungumál sem töluð eru í Evrópu eru skyld, þ.e. eiga sameiginlegan uppruna . Þau tungumál sem töluð eru í heiminum skipta þúsundum.

ekram
Télécharger la présentation

Íslenska tvö Kafli 2, bls. 105-110

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenska tvöKafli 2, bls. 105-110 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Forsaga íslensku • Flest tungumál sem töluð eru í Evrópu eru skyld, þ.e. eiga sameiginlegan uppruna. • Þau tungumál sem töluð eru í heiminum skipta þúsundum. • Mjög misjafnt er hversu margir tala hvert mál; allt frá nokkrum hundruðum til hundraða milljóna.

  3. Forsaga íslensku • Þau tungumál sem flestir tala í heiminum eru: • mandarín (kínverska) • hindí • enska • spænska • arabíska • bengalska • portúgalska • rússneska • japanska • Enska er líklega það tungumál sem mesta útbreiðslu hefur þótt fleiri tali mandarín og hindí.

  4. Forsaga íslensku • Vafalaust hafa menn snemma tekið eftir því að tungumál heimsins eru mislík. • Það var þó ekki fyrr en á 19. öld sem samanburðarmálfræði kom til sögunnar sem fræðigrein. • Þá tóku vestrænir fræðimenn að bera saman sanskrít annars vegar og latínu og grísku hins vegar. • Þetta leiddi til samanburðar á æ fleiri tungumálum og smám saman varð til þekking sem varð grundvöllur að ættartré indóevrópskra mála.

  5. Forsaga íslensku • Með aðferðum samanburðarmálfræðinnar má með nokkurri nákvæmni endurgera orð fornmála sem hafa lítt eða ekki varðveist í riti. • Aðferðin felur í sér að greina mismunandi breytingar sem hafa orðið á skyldum málum og rekja sig í gegnum þær allt til frumtungunnar. • Með því að bera saman öll norræn mál má t.d. rekja sig aftur til einnar norrænnar móðurtungu, þ.e. norrænu.

  6. Forsaga íslensku • Tungumálum er skipað í svokallaðar málaættir eftir skyldleika. • Í því felst að mál af sömu ætt eru upphaflega runnin frá einu frummáli. • Málaættir eru býsna margar og misjafnt er hve mörg tungumál teljast til hverrar ættar. • Útbreiddasta málaætt veraldar nú á dögum er indóevrópska málaættin.

  7. Forsaga íslenskuIndóevrópska málaættin • Indóevrópsk tungumál eru töluð um alla Evrópu og víða um suðurhluta Asíu. • Móðurtungan er nefnd indóevrópska. • Ekki er vitað með vissu hvaðan indóevrópumenn áttu frumheimkynni. • Flestir fræðimenn nú til dags telja að þeir hafi upphaflega búið sunnan Kákasusfjalla og vestar, í Anatólíu. • Síðan hafi þeir flust frá heimkynnum sínum í þremur meginkvíslum (sjá kort á bls. 107): • Í austur til Írans og Indlands og fleiri svæða á þeim slóðum. • Til norðurs inn í Rússland og þaðan til vesturs inn í Evrópu. • Yfir Hellusund og suður Grikklandsskaga.

  8. Forsaga íslenskuIndóevrópska málaættin • Að líkindum hafa þjóðflutingar Indóevrópumanna hafist um 4000-3000 f.Kr. og tekið margar aldir. • Dreifing Indóevrópumanna leiddi til þess að mál þeirra greindist smám saman í ný mál sem aftur greindust nánar niður. • Með aðferðum samanburðarmálfræðinnar tókst fræðimönnum smám saman að skipta þeim í samstæða hópa og draga upp ættartré indóevrópskra mála.

  9. Forsaga íslenskuIndóevrópska málaættin

  10. Forsaga íslenskuIndóevrópska málaættin • Með aðferð samanburðarmálfræðinnar má sýna fram á að indóevrópska hefur verið beygingarmál með: • þrjú kyn: kk, kvk, hvk • aðgreiningu á milli eintölu, tvítölu og fleirtölu • fallbeygingu á nafnorðum: 8 föll • Margir telja að grundvallarorðaröð í indóevrópsku hafi verið frumlag – andlag – sögn (FAS). • Nú er hins vegar grundvallarorðaröð indóevrópskra mála FSA.

  11. Forsaga íslenskuIndóevrópska málaættin • Indóevrópskum málum er jafnan skipt í svonefnd kentum mál og satem mál. • Aðgreining þessara flokka byggir á ólíkri þróun nokkurra samhljóða og eru nöfnin dregin af orðinu hundrað sem er centum á latínu en satem á fornpersnesku. • Til kentum mála teljast vesturmálin (germanska, rómanska, keltnesku málin, gríska og fleiri mál). • Til satem mála teljast austurmálin (slavensku málin, indó-írönsku málin o.fl.)

  12. Forsaga íslenskuIndóevrópska málaættin • Í Evrópu eru fyrst og fremst töluð indóevrópsk mál. • Flestir undirflokkar þeirra lifa góðu lífi nema helst keltnesku málin þótt sum þeirra hafi rétt við (sbr. Velska, írska, gelíska og bretónska). • Nokkur tungumál í Evrópu tilheyra þó ekki indóevrópsku málaættinni. • Úralska málaættin (finnsk-úgrísk mál): samíska, finnska, eistneska, ungverska. • Baskneska.

  13. Forsaga íslenskuIndóevrópska málaættin • Í töflunni á bls. 110 má sjá fimm fyrstu töluorðin í nokkrum Evrópumálum. • Þar getur að líta mismikil líkindi orða eftir málaættum. • Á töflunni sést einnig að greina þarf á milli Norðurlandamálanna og norrænna mála. • Norðurlandamálin skiptast í þrjá flokka sem eru ólíkir innbyrðis: • Norðurgermönsk mál (norræn mál): danska, sænska, norska, færeyska og íslenska tilheyra germanskri grein indóevrópsku ættarinnar. • Samíska og finnska eru af úrölsku málaættinni. • Grænlenska er af eskimó-aleút málaættinni.

More Related